Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það er staðreynd sem er lítið talað um að mannfjöldi og rekstur opinbers kerfis hefur þanist meir út en hagkerfið. Tökum eftir að hagkerfið hefur verið að stækka gríðarlega á síðustu árum vegna uppgangs útrásarfyrirtækja og fleiri atriða.
Skattheimta ríkis og sveitarfélaga nálgast nú helming þjóðartekna. Sérfræðingar í hagfræði hafa sagt að 30% skattheimta muni vera nálægt hættumörkum.
Það er einn stjórnmálaflokkur sem hefur verið mestráðandi í íslenskum stjórnmálum síðastliðinn aldarfjórðung eða svo, það er Sjálfstæðisflokkurinn. Því er rökrétt að hugsa sér að hann hafi stjórnað þessari útþenslu. Þar á bæ eru engir asnar við stjórnvölinn. það er aðeins hægt að álykta að þarna muni vera á ferðinni meðvituð stefna.
Nú spyrja menn hvað liggur bak við þetta. Svarið er augljóst . Lykilstöður í kerfinu eru mannaðir flokksmönnum og ættingjum þeirra. Fastafylgi Sjálfstæðisflokksins kemur að stórum hluta þaðan
Atvinnulíf landsmanna verður að halda þessu kerfi uppi sem oftar en ekki vinnur gegn atvinnulífinu sjálfu. Lýsandi dæmi er byggingariðnaðurinn. Framkvæmdamenn í þeirri grein vita nákvæmlega hvernig embættismenn hafa oft án gildra ástæðna tafið milljarðaframkvæmdir og valdið atvinnulífinu og einstaklingum gífurlegu tjóni. Heilbrigðiseftirlit og brunavarnareftrilit er annar þáttur sem má nefna. Ef menn vilja opna lítinn samlokustað þarf að fá leyfi hjá a.m.k. þrem aðilum. Hver hefur ekki komið til landsins og mætt tollvörðum sem kíkja ofan í plastpoka til að athuga hvort viðkomandi hafi ekki keypt eins og eina rauðvínsflösku fram yfir "leyfðan" skammt.
Við sem teljum frelsi til orða og athafna til alls fyrst þurfum að finna okkur farveg til að breyta þessu ástandi.
Er óhugsandi að breytingarnar komi innanfrá í Sjálfstæðisflokknum ?
Stjórnmál og samfélag | 20.7.2008 | 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allir þekkja söguna um grimmdarverk og útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum og öðrum hópum sem þeir töldu vera af óæðri kynþáttum þ.á.m sígógnum. (sem kalla sig reyndar Roma fólkið)
Þetta viðhorf í þriðja ríkinu spratt þó ekki upp á nokkrum árum eða áratugum.
Það átti sér svo sannarlega dýpri rætur þ.e. aldalanga sögu fordóma haturs og andúðar.
Ofsóknir Bandaríkjamanna gegn blökkumönnum og múslimum eiga sér svipaðar rætur.
Við sem lifum í Evrópu og teljum okkur vera umburðarlynd og jafnréttissinnuð teljum okkur fullkomlega laus við kynþáttandúð og hatur.
Á Ítalíu er andúð á Róma fólkinu og blökkumönnum þó landlægt fyrirbæri.
Hugmyndir Berlusconi um að taka fingraför af börnum Rómafólksins er ótrúleg.
Evrópunefndin hefur reyndar varað Ítali við þessu.
Við Íslendingar erum auðvitað sannfærð um ágæti okkar. En erum við laus við kynþáttahatrið?
Fyrir stuttu var hér á ferð fólk sem var kynnt til sögunar sem sigógnar en voru auðvitað einfaldlega ferðalangar frá Evrópusambandsríki.
Fólkið var með glingur meðferðis sem það bauð landanum til sölu, ekki var nú sökin stór.
Það var handtekið börnin voru hrædd með barnaverndarnefndarfólki ( man nokkur Breiðuvík?) og peningar teknir af því.
Síðan var það hundelt af lögreglu og leitað á því þar til það yfirgaf landið.
Fréttamenn sögðu frá þessu eins og þarna hefði unnist stórsigur á hættulegum afbrotamönnum.
Það hefur oft hent mig að heim til mín hafa komið íslenskir menn sem eru að bjóða t.d. frosinn fisk.
Uppruni og gæði fisksins geta verið með ýmsum hætti aldrei hefur hvarflaði að mér að kalla á lögreglu vegna þessa. Ég er þess fullviss að lögreglan myndi gera lítið úr slíku máli. Annað væri uppi á teningnum ef þar væru á ferð einstaklingar af kynþætti Roma fólksins.
" Ofangreind dæmi er ekki það eina ."
Nú spyr ég af fyllstu einlægni hvar eru fréttamenn hvar eru stjórnmálmenn hvar er fólkið sem ekki vill fordóma?
Getur verið að við í Evrópu séum að undirbúa nýja i helför hægt en bítandi ?
Stjórnmál og samfélag | 3.7.2008 | 22:37 (breytt kl. 22:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það eru margir sem muna eftir því þegar járntjaldið skipti Evrópu í tvö hluta.
Fjölskyldur sem bjuggu sitt hvoru meginn við tjaldið voru aðskildar afar og ömmur frá barnabörnum, foreldrar frá uppkomnum börnum fólk sem felldi hugi saman gat ekki verið saman, þjáningar fólksins voru ómælanlegar. Hver man ekki Berlínarmúrinn.?
Þetta ástand var eitt af þeim mörgu atriðum sem sannfærðu margan manninn um að kommunisminn svo og allt stjórnafar sem bar keim af honum væri óalandi og óferjandi og slík hugsun þyrfti nauðsynlega að hverfa af jarðarkringlunni.
Hér á Íslandi horfum við á stjórnmálmenn sem virðast hafa svipaðar grunn hugmyndir um þessi mál eins og t.d stjórnendur Austur Þýskalands. Nú fyrir stuttu var i blöðunum sagt frá erlendum manni sem vill hitta dóttur sína. Slikt ætti að vera auðvelt og sjálfsagt fagnaðarefni þvi þarna er verið að byggja upp heilbrigt fjöskyldu samband. Maðurinn er þó rikisborgari utan evrópusvæðisins en það ætti ekki að gera honum erfitt fyrir, þar sem dóttir hanns er borgari á evrópusvæðinu.
Embættismenn sem telja sig vera að framfylgja lögum sem greinarhöfundur efast þó um, láta einfalt atvinnuleyfi bíða i marga manuði, þeir bera því fyrir sig að þetta sé gert annarstaðar og framgangan því eðlileg. (Greinarhöfundi er kunnugt um að þarna er rangt sagt frá). Síðan efast þessir vesalingar um rétt sakavottorð og tefja málið enn meir.
Nú getum vid spurt hafi maðurinn brotið af sér i heimalandi sinu t.d. verid sekur, valdið bilslysi eða lent í átökum á veitngastað en lokið málinu í sínu heimalandi, hefur hann þá fyrirgert réttinum til að hitta dóttur sína ? Auðvitað ekki.
Sem sagt ef madurinn er ekki hættulegur afbrotamaður t.d barnaníðungur síbrotamaður forfallinn eiturlyfjasjúklingur, eða þaðan af verri og það væri mikil hætta á að hann bryti aftur af sér, aðeins þá er hugsanlegt að meina honun um að sjá barnið sitt en rökstuðningur á slíku þarf að vera afgerandi eða með dómi.
Íslensk lög sem eiga að vera i samræmi við lög Evrópusamnbandsins tryggja rétt foreldra utan evrópusvæðisins að fá atvinnu og dvalarleyfi í landi barnsins.
Það er engin þörf á að uppruna kanna sakavottorð það er frekar brýn nauðsyn að kanna starfhætti þessa embættis svo og fleiri embætta.
Þetta er krafa almennings og hún kemur fram af vaxandi þunga, fólk verður sífellt meira meðvitað um allskyns afbrot embættismanna. En hafa skal í huga að embættismönum er skyllt að taka eingaungu ákvarðanir í samræmi við lög.
Stjórnmál og samfélag | 14.6.2008 | 21:13 (breytt kl. 21:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Genfar sáttmálin er alþjóðlegur sáttmáli sem kveður á um m.a. meðferð stríðfanga svoog framkomu gagnvart almenningi á herteknum svæðum svo eitthvað sé nefnt.
Það er alkunna að seinni heimstyrjöldin var háð af mikilli hörku enda vöru átökinn háð ekki aðeins milli þjóðlanda heldur einnig milli hugmyndaheima. Á þessum árum höfðu Sovétríkin ekki undirritað þennan sáttmála. Forystumenn þriðja ríkisins töldu sig þess vegna hafa nánast frjálsar hendur til að meðhöndla stríðfanga og almenning eftir sínu höfði frá Rússlandi. Hið sama gilti um forystu Sovjetríkjanna. Grimdarverkin töluðu sínu máli.
Nokkuð öðru máli gilti um samskipti Breta og Bandaríkjamanna og Frakka við Þriðja ríkið. Þessi ríki höfðu öll undirritað Genfarsáttmálann. Meðhöndlun stríðsfanga og almennings á herteknum svæðum var þokkaleg eftir atvikum og lítið var um alvarleg brot á samningnum.
Það er athyglisvert að hinir öfgafullu forystumenn Þriðja ríkisins töldu sig bundna af þessum sáttmála gagnvart ríkjum sem höfðu undirritað hann, jafnvel þó að enginn ágreiningur hafi verið um að hann var ekki bindandi að landsrétti (þjóðarétti) eða eins og virðulegur lagasérfræðingur hefur tiltekið í öðru máli, Hver ætti að knýja þjóðríkið til framfylgja honum.?
Nú víkur sögunni til Íslands og til okkar tíma. Hér ríkir tiltölulega hófsöm ríkistjórn eftir því sem ætla má. Hún hefur þó samþykkt með aðgerðarleysi óréttlát lög um fiskveiðikvóta. Hún ætlar að hafa að engu álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna. Tilkynning henar um málið er auðvitað að mestu útúrsnúningur. Stærstu rökin eru að samningurinn sé ekki bindandi að þjóðarrétti.
Spurt er hvort það séu fleiri alþjóðlegir sáttmálar sem við Íslendingar eru ekki bundnir af. ? Getur verið að það séu allir samningar sem ekki bera i sér sérstaka refsingu af hálfu alþjóðasamfélagsins ef þeir eru brotnir. ?
Það er mín spá að kynslóðir framtíðar muni fara heldur ómjúkum höndum um þessa ríkistjórn og þá sérstaklega forystumenn hennar. Jafnvel þó að þeim muni hugsanlega takast að vinna pólitíska sigra og jafnvel stjórna landinu (sem guð forði okkur frá) lengi.
Stjórnmál og samfélag | 7.6.2008 | 17:25 (breytt kl. 17:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Nú um þessar mundir hafa stjórnmálamenn komist að því fyrir tilstuðlan EFTA að ekki megi veita ríkisábyrgðir til Íbúðalánasjóðs. Þetta er í samræmi við fjórfrelsi Evrópusambandsins.
Það eru þó til mikilvægar undanþágur frá þessari reglu sem byggjast á almannaheill eða almannaöryggi. Ekki er víst að það gæti átt við um íbúðalánasjóð. Þó gætum við litið svo á að getan til að kaupa lágmarksíbúð mætti flokka undir almannaheill. Það eru þó önnur tíðindi sem eru athygliverðari en þetta, en það er að ríkið ætlar að taka risalán og veita því til bankanna.
Takið nú vel eftir góðir hálsar bankarnir eru ekki bara bankarnir. Þetta eru erlendir fjárfestingarsjóðir að stórum hluta til. Þessar aðgerðir ríkisins eru ekkert annað en ríkisaðstoð til fjárfestingarsjóða sem starfa erlendis, ekki bankar sem starfa hér á almennum markaði. Lánið er tekið í erlendri mynt og mun renna til bankanna til að greiða upp erlend lán. Ef illa fer og bankarnir geta ekki staðið við skuldbindingar sínar þá situr almenningur uppi með það að þurfa að greiða þessi erlendu lán.
Aðstoðin er allt annars eðlis en þegar seðlabankinn lánar íslenska peninga til bankanna sem starfa á almennum markaði. Í gamla daga greiddu bankarnir oft seint og illa til seðlabankans. Þetta olli þó engum stórvandræðum því að seðlabankinn greip þá til þess ráðs að prenta peninga. Það er því miður ekki hægt í þessu tilfelli heldur verður að greiða lánið eins og um verðtryggða endurgreiðslu væri að ræða sem við öll þekkjum vel.
Þetta er nú smá útúrdúr en við vorum að tala um íbúðalánasjóð ! EFTA bannar smávægilegan stuðning ríkissins við íbúðalánasjóð en leyfir að því er virðist stórfelldan ríkisstyrk til handa áhættulánasjóða. Getur einhver stigið fram og skýrt þetta út fyrir fáfróðum pípulagningamanni hvernig þessi tvö dæmi eru ólík.
Stjórnmál og samfélag | 27.5.2008 | 22:20 (breytt kl. 22:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þeir sem aðhyllast múhameðstrú vilja allflestir koma á trúarlögum. Þetta gildir einnig í þeim vestrænum ríkjum sem þeir hópast til. Þetta sést m.a. á því hve víða einhvers konar trúarlög eru í gildi í löndum múslima.
Ef við á vesturlöndum brjótum þessi lög þeirra í okkar heimahögum þá telja þeir sig hafa rétt til að dæma okkur jafnvel til dauða. Á wikipedia er listi yfir þau lönd í heiminum sem byggja löggjöf sína á Sharia þ.e. trúarlögum. Þar sem Múhameðstrúarmenn verða fjölmennir í Evrópulöndum reyna þeir að koma slíkum trúarlögum á. Fyrsta krafa þeirra er að þau gildi í fjölskyldumálum Múslima. Slíka kröfu hafa þeir m.a. gert á Bretlandi þar sem þeir eru fjölmennir.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Sharialög séu ósamrýmanleg því sem vestrænum ríkjum er kærast þ.e. lýðræði og mannréttindum. Þau eru stöðnuð og óbreytanleg að grunni til og byggja á 1200 ára gamalli hugsun sem varð til í ólíkri menningu okkar. (Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Sharia#cite_note-74).
Vestræn menning er umburðarlind. Þó ritfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi sé okkar aðalsmerki, þá berjumst við gegn þeim skoðunum sem eru andlýðræðislegar og sérstaklega stríða gegn mannréttindum. Mannréttindahugsunin er viðkvæm og getur vikið fyrir hugsunum sem eru andstæðar henni eins og raunin varð á í Þýskalandi nasismans.Ef við verjumst ekki þá er hætt á að við fórnum öllum mannréttindum vegna ofsatrúar á eitt ákvæði þeirra. Sú hugsun Múhameðstrúarmanna að lög séu hluti trúarinnar og þeir berjist fyrir þeirri sannfæringu með lífinu eru hættuleg lýðræðinu.
Það má ekki fórna rétti manna til að vernda dýrmætust gildi sín fyrir mun minni rétt manna til að halda fram andþjóðfélagslegum gildum.
Stjórnmál og samfélag | 22.5.2008 | 22:04 (breytt kl. 22:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag varð almenningur vitni að uppþoti í fundarsal Borgarstjórnar.
Það er augljóst öllum sem vilja sjá að uppþotið var þrælskipulagt og var beint geng borgarstjóranum nýja.
Ólætin voru gagngert sett á svið til að koma honum úr jafnvægi.
Þetta er eitt það ógeðslegasta sem við höfum orðið vitni að.
Fjölmiðlar sem eru hallir undir vinstri flokka bjuggu til gerfiskoðana könnun.
Síðan var sótt að borgarstjóranum í sömu fjölmiðlum með ómálefnalegum spurningum.
Það eru aðeins ein skilaboð sem eru við hæfi að senda vinstri mönnum við þetta tækifæri.
Herrar mínar og frúr þið gerðuð rangt ! Stigið fram og biðjist afsökunar.!
Stjórnmál og samfélag | 24.1.2008 | 23:36 (breytt kl. 23:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Stjórnartíð ráðherra fjármála hefur Almenningi oft misboðið embættisfærslur hans og virðist sem hans síðasta embættisafgreiðsla hafi fyllt mælin hjá almenningi.
Á þetta við um veitingu dómaraembættis til handa syni fyrrverandi hæstráðanda okkar til margra ára.
Allir viti bornir menn, fyrir utan spunameistara og sjónhverfingamenn ríkisstjórnarinnar sem jafnvel segja virtustu lögmönnum landsins að þegja, hafa séð að þarna hafa verið brotnar meginreglur sem réttarríkið byggir á.
Hér tala ég um góða og vandaða túlkun laga , sérstaklega með tilliti til, stjórnarskrár. (meðalhóf, jafnræðisreglu og vandaðra stjórnarhátta ).
Nú þurfum við ekki að undrast að ráðherrann sjálfur blási á stjórnarskrána. Hann á væntanlega engra kosta völ.
Við munum auðvitað eftir að bróðir hans og vinir náðu hagkvæmum kaupum á fasteignum ríkissjóðs á Keflavíkurflugvelli.
Nýting fasteignanna var tryggð með háskóla á svæðinu með tilstuðlan ríkissjóðs. Það er þó sennilegast að allt þetta hafi ekki haft nokkur áhrif á embættisfærslu ráðherrans.
Þegar nú nefndin hafði skilað áliti sínu varðandi hæfnismat kom í ljós að sonurinn var minnst hæfur af öllum umsækjendum.
Þrátt fyrir allt sem að ofan er talið, þáði dómarinn nýbakaði stöðuna .
Hann byrjar sinn feril sem dómari í skugga brota gegn réttarríkinu og spillingar að sumra mati.
Hér þarf sérstaklega að athuga að dómari verður að vera málsvari góðrar stjórnsýslu og jafnframt verður hann að hafa stjórnaskrána og réttarríkið sem bakgrunn starfa sinna. Þetta er eitt af fáum störfum á vegum ríkisins sem ekki má vera alvarlegur ágreiningur um.
Við hljótum þess vegna að fá að efast um störf hans í framtíðinni. Við getum íhugað hvernig hann muni líta á mál sem varða embættisgjafann.
Velta má fyrir sér hæfi hans í viðkvæmum vatnsréttindamálum og deilum um orkunýtingu jarðhita í umdæmi hans. Varla væri hann vanhæfur í slíkum málum í þröngum skilningi laga en ef við horfum til grunnhugsunar laganna þá vakna efasemdir.
Ég bendi á að fulltrúalýðræði er ekki sama og lýðræði. því ber að stöðva aðalsmenn nútímans en alþingismenn eru einmitt að taka á sig mynd þessara gömlu forréttindastétta.
Stjórnmál og samfélag | 22.1.2008 | 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það er á vitorði allrar þjóðarinnar að aldrei sem fyrr eru í gangi stórfelldar tilfærslur á eignum almennings sem ríki og sveitarfélög fara með. Þessar tilfærslur eru framkvæmdar með atfylgi stjórnmálamanna á alþingi og í sveitarstjórnum. þær eru stjórnlausar og án allrar reglu. Þetta virðist vera gert með ráðnum hug. Tilgangurinn er sá að stjórnmálamenn og vinir þeirra og í sumum tilvikum ættingjar geti hagað þessum málum að vild.
Söluferlið fer oftar en ekki þannig fram að það henti þeim vinum og ættingjum sem eiga að njóta "vildarkjaranna" Þetta gengur svo langt að menn setja sérlög til að styðja gjörninginn. Nú er það alkunna að í gildi eru grunnreglur sem kveða á hvernig haga á sölu á opinberum eignum. Þessar reglur eru festar m.a í stjórnarskrá svo og í EES samningi. Það verður að hafa hugfast að hvor tveggja er rétthærra en sérlög sem eru knúin í gegnum Alþingi.
Við hljótum að spyrja hvort þetta veiki ekki stöðu alþingis sérstaklega þegar þarf að taka á erfiðum spillingarmálum.
Er einhver leið til stöðva þessa spillingu.
Stjórnmál og samfélag | 23.11.2007 | 17:49 (breytt 24.11.2007 kl. 04:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Undanfarna daga hafa húsmæður bloggað um hvort 14 Jólasveinninn sé virkilega til, sumar segjast hafa séð hann en aðrar fullyrða að þær hafi séð hann eða vita nafn hans.
Til að stopp þessar vangaveltur hef ég ákveðið létta forvitninni af húsmæðrum landsins.
En til að það sé hægt verð ég að brjóta eiðsvarin samning sem ég gerði við Leppalúða en hann er húsbóndinn í Jólasveinbyggðum.
Ég er sérstakur pípulagningamaður Jólasveinana í Jólasveinbyggðum og hef haft þjónustusamning við þá í 40 ár ( ég er samt ekkert mjög gamall )
Tvennt er alltaf sem þarf að lagfæra hjá þeim þegar fer að vetra: yfirfara hitan og fjarlægja hár úr vatnslásnum sem losnað hafur úr Grýlu en hún er með mikið hárlos.
Þegar ég var upp í Jólasveinbyggðum um daginn trúði Grýla mér fyri þessu með 14 jólasveininn.
Að hennar sögn er hann mjög sérstakur og sem patti var hann einstaklega ör og órólegur hinsvegar var hann vel máli farinn, talaði stöðugt en oft í gátum eða þá þannig að engum tókst að skylja hvað hann var að meina. Þrátt fyrir málsnilld hans var í raun engin í Jólasveinbyggðum sem tók mark á drengnum enda var heldur ekkert gagn af honum.
Kannski þess eða vegna hormónabreytinga strauk drengurinn til byggða og hefur verið þar síðan.
Grýla trúði mér fyri að hann hafi tekið sér manna nafni og það væri Össur Skarphéðinsson en hann væri auðþekktur á útlitinu sem Jólasvein en í Jólasveinbyggðum væri hann kallaður Rugludallur.
En síðan bað hún mig um ef ég rekist á hann þá ætti ég að skila til hans að hunskast heim og sinna þeim verkum sem honum væri ætluð í Jólasveinbyggðum.
Stjórnmál og samfélag | 16.11.2007 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar