Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Af gefnu tilefni vil ég benda á .

 Í nýjum neyðarlögum um banka er kveðið svo á að innstæður séu forgangskröfur í gjaldþroti..Þetta er sett inn svo ríkið geti tekið valdar eignir bankanna til sín þ.e t.d húsnæðislán.

Þegar ýmsir erlendir lánadrottnar bankanna lánuðu þá var umhvarfið þannig að innistæður voru ekki forgangskröfur.Tilraunir ríkisins til að fara fram með þessum hætti eru því dæmdar til að misheppnast.Hér er brot á meginreglum um afturvirkni laga svo og EES samningi.

Ríkið mun því tapa öllum málum og fá þar að auki á sig afar slæman stimpil.

Það er áhorfsmál hvort ríkisjóður muni hafa burði til að tryggja innistæður við þessar aðstæður.  Það er talað um 1500 milljaðra sem er svimandi upphæð. 

p.s í skýringum við EES ákvæði um gjaldþrot eða endurskipulagningar fjármálastofnanaer talað um að meðhöndla lánadrottna jafnt. 


Icelandic Bank´s leftover 2008

20257

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Icelandic Bank´s leftover 2008

Neyðarlög ríkisstjórnar eru í takt við blggfærsluna hjá mér síðasta Föstudag.


Hér hafa stjórnmálamenn náð að sýna skynsemi á ögurstundu.


Það er auðvitað aldrei rétt að blanda saman ríkisfjármálum og risaskuldum bankanna.


Nú er næsta verkefni stjórnmálamanna að færa 60 % hlut ríkisins í þjóðarframleiðslu niður í 27 %. Það er auðvitað erfitt verkefni .

"Hafa stjórnmálamennirnir þrek og dug til þess??

Þetta verður þó að gera ef menn ætla að hafa öflugt atvinnulíf! .


Björgunaraðgerðir eða blekking.

_MG_4655

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd:  Arður íslensku "Útrásarinnar" Bandit

Hugmynd ríkisstjórnarinnar að taka lífeyrissjóðina og nota þá til að greiða af erlendum lánum bankanna er glæpsamleg. Þetta mun duga í nokkrar vikur því að fjárþörf hinna gjaldþrota banka er svo mikil að ekkert verður við ráðið. Fjárþörf bankanna er margföld þjóðarframleiðsla þannig að ekki mun sjást högg á vatni þó öll þjóðarframleiðslan og lífeyrissjóðirnir verði settir í hítina.
Eina vitið er að horfast í augu við raunveruleikann og setja bankanna í þrot. Bjarga síðan íslenskum hluta þeirrar. Þá er hægt að nota lífeyrissjóðina til að auka kraftinn í íslensku atvinnulífi.

Gordon Brown lýsti því yfir að enginn gjaldfær banki í Evrópusambandinu myndi fara á  hausinn vegna lausafjárskorts.
Það ætti ekki að vera vandi fyrir Íslendinga með yfirlýsingu um aðildarumsókn að komast inn í fjármögnunaraðstoð Evrópu. Staðreyndin er hinsvegar auðvitað sú að íslensku bankarnir eru gjaldþrota svo engu verður bjargað. Það er ekki viturlegt að bíða í þeirri von að erlendar fjárfestingar bankanna muni líta betur út í framtíðinni því margar voru
fjárfestingarnar ekki viturlegar. Kreppan er ekki á leiðinni að hverfa, því að björgunarpakki BNA upp á 850 billjónir dala er langt í frá að duga til að slá á hana.

Setjum ekki lífeyrissjóðina í botnlausa gjaldþrotahít Íslensku bankanna.!


Upphaf fjármála kreppu og svör við henni.

blog.bat

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Smábátur á vestfjörðum sem stóð undir gamaldags tryggri afkomu. 

Margir hafa haldið því fram að orsök kreppurnar sem nú skekur heiminn væri tilkominn vegna vanskila á fasteignalánum . Þetta er ekki allskostar rétt því að heildarvanskil á þeim markaði eru ekki meiri en 100billjónir $. Afturámóti eru skuldbindingar fjármálastofnana sem eru tengdar svokölluðum fasteignaafleiðum 4,7 triljónir$.  Afleiður eru nokkurskonar veðmálastarfsemi sem margir fjármálasérfræðingar heiminum telja að þurfi að setja strangar reglur um. Einnig telja virtustu sérfræðingar algera nauðsyn að aðskilja almenna bankastarfsemi og svokallaða fjárfestingarstarfsemi en eins og allir vita er brestur á því á Íslandi. Þessi misbrestur er að koma þjóðinni í þrot.

Ef erlendir lánadrottnar eiga að trúa því að aðeins 15% þessara skuldbindinga sé í vanskilum þá væri allt í stakast lagi. Hvenær sjá erlendir lánadrottnar Bandaríkjamanna botnlausa taphít ?

Fjárlagahalli Bandaríkjanna er 400 billjónir $ Þegar við þetta bætist 850 billjóna $ björgunarpakki þá munu sömu lánadrottnar fá kaldann hroll. Skuldaaukning á einu ári verður 1,3 trilljónir $. Stríðsreksturinn  kostar 200 billjónir $ árlega. Pentagon þ.e vopnarannsóknir og annað þvíumlíkt kosta 700 billjónir á ári. Svarið við vandanum er einfalt . Hætta stríðsrekstri , sem þjónar engum tilgangi og minnka útgjöld til hernaðarmála að því marki að afgangur af fjárlögum bandaríkjanna yrði 100 billjónir árlega. Þetta myndi gera það að verkum að BNA yrðu miklu sterkari svo og vinir þeirra og bandamenn  í Evrópu.

Hér höfum við gert marga ranga hluti og ekkert lát er á dellunni. Yfirtakan á Íslandsbanka er geggjuð aðgerð . Eina vitið var að setja erlenda hlutann í greiðslustöðvun en bjarga Íslenska hlutanum . Ljóst er að ríkissjóður getur ekkert gert vegna geigvænlegrar skuldastöðu erlenda hlutans. Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar með tilstuðlan Davíðs er aðeins til þess ætluð að gera slæman hlut verri. Greinarhöfundur er að þessu leiti sammála þeim skelegga blaðamanni Gunnari Smára.
Það eina skynsamlega er að mynda þjóðstjórn og fara í einbeittar aðgerðir og leit erlendrar aðstoðar. Ástandið eins og það er nú er óþolandi.


 

Glitnir

Það er alveg ótrulegt að sjá helstu bloggara landsins og fréttamenn skrifa um yfirtöku ríkisins á hlutafé Glitnis, án þess að spurja þeirrar grundvallar spurningar " Hvað með erlendu skuldir bankans sem eru tugum stærri en upphæðirnar sem lagðar voru út fyrir 75% hluta bankans og hallan á þeim."

"Varúð! Mjög heitt vatn


 

5589st

Gott er að eiga góða vini.  Tala nú ekki um greiðvikna og gjafmilda. 

 

Eins og fram hefur komið í fréttum voru nokkrir vinir og orkuboltar saman í veiði í Miðfjarðará fyrir ári síðan.  Þeir fengu veiðidaga sem Baugur hafði bókað. Af ókunnum ástæðum gat Baugur ekki að nýtt þessa veiðidaga sína en tókst að selja Hauki Leóssyni stjórnarformanni Orkuveitunnar þá. 

 

Haukur bauð nánum og góðum vinum sínum til margra ára ásamt mökum að nýta þessa daga með sér. 

Einn vinanna, heilbrigðisráðherrann, treysti sér ekki til að njóta gjafmildi vinar síns og greiddi honum síðar andvirði veiðileyfisins.

 

Ég veit ekki hver umræðuefni þessa vinahóps eru þegar þeir hittast, en líkast til er það um eitthvað sem þeir eiga sameiginlegt og eru þátttakendur í.  Í tilviki þessa vinahóps gæti góður og farsæll árangur í prófkjörum og kosningum verið hluti af umræðuefninu. Jafnvel úrbætur í opinberum rekstri eða vaxtabroddur í íslensku atvinnulífi. Kannski hefur líka verið rætt um golf, góða bíla, gamalt whisky og gourmet mat.  Varla hefur verið rætt um kvennafar eða sagðar fylliríissögur.  Það sem var þó aldrei rætt í þessari veiðiferð var orkuútrásin með REI (Reykjavík Energy Invest) og GGE (Geysir Green Energy) og mögulega sameiningu  fyrirtækjanna.  Hvers vegna það var ekki gert veit ég að sjálfsögðu ekki.  Hugsanlega hefur það haft einhver áhrif að boðsgestur frá Glitni forfallaðist þannig að allir aðalleikendur í REI og GGE farsanum (samrunanum) voru ekki á sviðinu. Heppilegt að allir virðast hafa verið við góða heilsu og með óbrigðult minni í  ferðinni og þegar hún er rifjuð upp.  

 

Óminnishegrinn ásótti blessaða mennina ekki fyrr en síðar eins og þjóð veit.  Hvar veiða Dario Fo og Mel Brooks?

 


Umhverfisráðherra og Stjórnarskrárbrot

  

Veiðivötn


 

 

 

 

 

 

Ákvörðum umhverfisráðherra um heildstætt umhverfismat vegna álvers á Bakka er brot á nokkrum mikilvægum grunnreglum.

Fyrst má telja jafnræðisregluna sem er bundin í stjórnarskrá. Rökstuðningurinn fyrir því er einfaldur. Önnur álver og framkvæmdir eins og vegir og jarðgöng hafa ekki þurft að sæta þessari meðferð til þessa. Hér er einnig um að ræða viðskipta og samkeppnishindrun því hvernig ætti álverið að hafa frelsi til að versla við aðra virkjanir eða aðra orkukosti til að ná sem hagkvæmustum verðum.

Annað brotið er á sviði stjórnsýslulaga . Hér er átt við meðalhófsreglu. Það er ljóst að þegar umhverfismat er komið á lokastig þá er það brot á meðalhófi að krefjast óvæntrar kúvendingar sem getur tafið málið allverulega.

Það er nauðsynlegt í þessu samhengi að gera grein fyrri því að ofangreind atriði eru komin í okkar lög fyrir atbeina Evrópusambands. Þetta er talinn vera ein mesta réttarbót fyrir hönd almennings í sögu lýðveldisins.

Hvernig má það vera að samfylkingin sem talar fyrir aðild að Evrópusambandinu á tyllidögum brýtur sífellt gegn þessum einföldu grunnatriðum?. Getur verið að Evrópuhugsjónin risti ekki mjög djúpt hjá Samfylkingunni þegar hátíðisdögunum sleppir?


Davíð Oddson og ríkisrekstur.

Þegar Davíð var borgastjóri þandist borgarkefið út meir en nokkru sinni áður. Hann notaði tækifærið þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í forystukreppu og vann formannssætið naumlega og þar réð úrslitum stuðningur manna sem höfðu notið góðs af útþennslustefnu Borgarkefisins.

Það er rétt að taka það fram að þeir sem lentu öfugu meginn við grindverkið jafnvel fyrir slysni, gátu orðið fyrir skelfilegum ofsóknum embættismanna borgakefisins. Þá var ekki gott að þurfa að hafa samskifti við borgarkerfið.

Nú víkur sögunni að því að Davíð er orðinn forsætisráðherra. Hér endurtekur sagan sig. Ríkiskerfið þennst út þannig að annað eins hefur aldrei sést á byggðu bóli. Nei annars fyrigefið mér ég gleymi Sovétríkjunum og öðru þvílíku.

Uppgangur hagkerfisins okkar vegna m.a útrásar hefur verið mikill.Skattheimta ríkis og sveitarfélaga hefur aftur á móti verið gegndarlaus og nemur nú helming þjóðartekna. Allt fyrir atbeina Davíðs. Ríkisjóður hefur baðað sig í skattpeningum og sóað þeim í tilgangslausa útþennslu ríkisstofnana allt fyrir atbeina Davíðs. Almenningur var ætíð saklaus.

Nú um þesar mundir er niðursveifla. Davið og vinir hanns eru að gera þessa niðursveiflu að alvarlegri kreppu. Ríksisjóður ætlar ekki að axla neina ábyrgð en almenningi og fyrirtækjum skal blæða. Ríkisstjórnin ætlar ekkert að ger.

Ég segi eins og frægur breskur stjórnmálaskörungur sagði við duglausa ríkistjórn "farið í guðanna bænum farið" en látiði Davíð fara strax.!


BERLÍN HÖFUÐBORG EVRÓPU !

Þýskaland er óumdeilt forysturíki í Evrópu. Frakkland fylgir fast á eftir og samvinna þessara tveggja ríkja hefur alltaf verið sérstaklega náin. Öxull Evrópusambandsins er Berlín - París. Leiðin til austur Evrópu Ukraínu og Rússlands liggur um Berlín. Samvinna Evrópu og BNA við Rússland er nauðsynleg ef tryggja á öryggi og framgöngu allra þessara ríkja til lengri tíma.

För Obama til Evrópu og ræða hans í Berlín lýsir óvenjulega skarpri sýn á framtíð heimsins. Sama ræða haldin í Brussel hefði ekki haft sama slagkraft. Björn Bjarnason er ekki kominn svo langt að hann skilji þetta. Það er í samræmi við framgöngu hans í mörgum málum að hann átti sig ekki á slíkum atriðum hvorki frá pólitísku eða sögulegum sjónarhóli.

Obama er með nýjar og ferskar áherslur í stjórnmálum BNA og heimsins. Þar fer fremst ósk um samvinnu og viðskipti milli landa og djúp virðing fyrir mannréttindum. Það er von greinarhöfundar að Björn Bjarnason tileinki sér þó ekki væri nema eitt af þessum atriðum en það er virðing fyrir mannréttindum.


Umsátrið um Efnahaginn

Þegar Þjóðverjar stóðu fyrir framan Moskvu haustið nítjánhundruð fjörutíu og eitt þá stóð veröldin á öndinni. Afleiðingar falls borgarinnar hefðu  getað tryggt stöðu nasismans um langa tíð. Stalín hafði stjórnað herjum Sovétríkjanna og ekki hlustað á ráð hugsandi herforingja. Hann tók þá ákvörðun að skipa snillinginn Zhukov sem æðsta herforingja varnarherjanna. Til þess að tryggja stöðu sína ef illa færi lét hann birta mynd af Zhukov í aðaldagblaði borgarinnar og kynna hann sem ábyrgan fyrir vörn borgarinnar.
 
Þessi aðferð er ekki óáþekk aðferðafræði Geirs Haarde sem ræður til sín "efnahagsráðgjafa" en fer svo sjálfur í frí þegar allsherjarhrun blasir við atvinnulífi landsins okkar sem gæti orsakað skert lánstraust um langan tíma.
 
Það  má þó fullyrða að Stalín var þó snjallari en Geir . Stalín réð til sín ráðgjafa sem hafði sjálfstæða og skynsamlega stefnu sem tókst að hrinda árás Þjóðverja.
Geir ræður til sín ráðgjafa sem hefur sömu stefnu og hann sjálfur og guðfaðir hans Davíð Oddason og mun leggja atvinnulífið í rúst með víðáttuvitlausri hávaxtastefnu.
Að sjálfsögðu mun ekki nokkur maður trúa því að ráðgjafi Geirs beri nokkra ábyrgð eða muni leggja nokkuð fram annað en að vera nokkurskonar blaðafulltrúi. Þannig að ábyrgðarbragðið mun misheppnast gagnvart þjóðinni.
 
Greinarhöfundur vill ekki bera Geri saman við Stalín. Geir er mildur maður en seinheppin stjórnandi á örlagatímum.
Stalín var grimmur en að mörgu leiti skynsamur stjórnandi sem var tilbúinn að læra af reynslunni. þar að auki er það ljóst af sögubókum að Stalín fór aldrei í frí þegar mikið lá við.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband