Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Nú þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur sett fram álit um íbúðalánasjóð er gagnlegt að skoða eftirfarandi.
Bankarnir hafa einokunarstöðu á markaðinum og eru að brjóta allar reglur evrópusambandsins á neytendum .
Þar má telja smátt letur í samningum, flókin atriði í lánaskilmálum sem ekki er hægt að reikna með að venjulegir neytendur átti sig á, augljóslega ósanngjarna vaxtaskilmála ásamt verðtryggingu og fleiru.
Þetta er einmitt þetta sem Evrópusambandið bannar stórum fyrirtækjum.
Nú hljóta neytendasamtökin að taka sig til og kæra bankana til Eftirlitsstofnunar EFTA
Og er raunar ámælisvert að þau hafi ekki gert það nú þegar.
Á meðan sú kæra er í skoðun hlítur Eftirlitsstofnunin að bíða með að banna Íbúðalánasjóði að starfa . Það er raunar athyglisvert að Eftirlitsstofnunin skuli ekki hafa tekið það upp hjá sjálfri sér að skoða starfsemi bankanna en það styrkir grun margra að hún horfi meir á hin smærri mál en láti þau stærri fram hjá sér fara.
Getur verið að það sé ekki allt með felldu . Að minnsta kosti sóttu EFTA ríkin mjög fast á sínum tíma að hafa stofnunina í stað þess að láta Evrópunefndina sjá um útskurði eins og eðlilegt er .
Við sjáum hvað setur en málinu er alls ekki lokið.
Stjórnmál og samfélag | 9.11.2007 | 22:38 (breytt kl. 22:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þeir sem taka ábyrga afstöðu í orkumálum og óttast aukin gróðurhúsaáhrif ættu að fagna yfirlýsingu Geirs H. Haarde þar sem á að herða sóknina í endurvinnanlega orku fyrir heimsbyggðina.
Nú eru augu almennings að opnast fyrri því að orka sem hægt er að nýta á Íslandi er heimsbyggðinni til bóta og bætir ímynd Íslands.
Nákvæm úttekt þarf að fara fram á allri nýtanlegri orku landsins og útfrá því má meta gildi fryðunar á nokkrum náttúru perlum landsins.
Jafn og þetta getum við virkjað auðlindir okkar samhliða aukinni eftirspurn eftir orku og boðið hana út á opnum heimsmarkaði.
Með þessu ætti að opnast uppbygging á allskonar Iðnaði víða um landið.
Tökum ábyrga afstöðu Ísland getur lagt fram hreina og endurnýjanlega orku til heimsbyggðarinnar.
Veiðivötn náttúrperla landsins
Stjórnmál og samfélag | 7.11.2007 | 18:14 (breytt kl. 18:24) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mynd: Útrás í Norðurljósum.
Útrás er orð sem nú er komið í tísku og er notað tæpitungulaust af milljarðamæringum sem beita sjónhverfingum og loforð um skyndigróða í 1000 milljarða króna vís og hrifsa með sér miður skynsama stjórnmálamenn.
Þessir gabbarar eru nú að sleikja sárin af fyrirsjáanlegu tapi í kaupum á Þýskum banka og Amerísku flugfélagi og nemur tapið verkalaunum allra landsmanna til tuga ára.
Það vill svo heppilega til að almenningur tók stjórnina á þessari atburðarás sem stjórnmálamenn höfðu látið blekkja sig út í.
Nú er smá von um að skynsemin sé að ná völdum í Orkuveitumálinu.
Ef þetta ferli hefði fengið að þróast óáreitt hefði fljótlega komið krafa um ríkisábyrgð og þá hefði Þýski bankinn verið notaður til að fjármögnunar til að styrkja verðgildi hans, En íslenskur almenningur hefði síðan þurft að borga brúsan.
En nú er eftir að blogarar komi öllum upplýsingum á framfæri hvaða svindl var í gangi þegar Hitaveita Suðurnesja var afhent þessum göbburum og hverjir voru á bak við það.
Stjórnmál og samfélag | 6.11.2007 | 23:12 (breytt kl. 23:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ljósmynd, Náttúruperla
Það er við hæfi að óska Íslendingum til hamingju með daginn þar sem rafmagnsframleiðsla er hafin við Kárahnjúka .
Jafnframt vill ég þakka þeim mönnum sem gerðu þetta stórvirki mögulegt til framfara fyrir þjóðina, þrátt fyrir mótmæli öfgasamtaka og annarra skúrka.
Nú þarf að setjast niður og gera áætlun um nýtingu orkulinda á landinu og kynna sérstaklega og ákvarða hvað náttúruperlur á að friða, síðan að einhenda sér í að virkja allt sem hægt er að virkja í þessari hreinu og endurnýjanlegri orku okkar.
Bjóða þarf út orkuna á opnum alþjóðamarkaði og selja þeim aðilum sem uppfylla fyrirfram ákveðin skilyrði til uppbyggingar atvinnufyrirtækja hér á landi.
Auka má atvinnutækifæri með þessu víða um landið, auk þess viðheldur ákvörðun sem þessi góðærinu í landinu.
Tökum ábyrga afstöðu Ísland getur lagt fram hreina og endurnýjanlega orku til heimsbyggðarinnar.
Reyndar hefur Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra boðað uppbyggingu Iðnaðar í öðrum löndum.
En slíkt á Iðnaðarráðherra ekki að einu sinni að hugleiða þótt honum finnist það sniðugt þá stundina.
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2007 | 21:18 (breytt kl. 22:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar svo ráðherrann kom með stóryrtar yfirlýsingar um fjárfestinga Íslendinga með beinni opinberri aðstoð við einkafyrirtæki þá er ekkert nýtt á ferðinni frá hans hendi.
Menn höfðu samt vonað að hann hefði lært eitthvað frá því að hann var ritsjóri Þjóðviljans og dyggur liðsmaður afturhaldssamra sosialista.
Það er búið að reyna að nota opinbera sjóði til þessa að fjármagna fyrirtæki og árangurinn hefur ætíð orðið skelfilegur.
GGE keypti hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja án útboða innanlands og utanl.
Síðan var gerður samningur við þetta fyrirtæki af hendi Reykjavíkurborgar án þess að nokkur fengi að keppa um þau gæði sem voru til sölu. Þessu fögnuðu samfylkingarmenn og Össur alveg sérstaklega.
Það er staðreynd að það er skylda Samkvæmt EES samningi að bjóða slík verðmæti út á efnahagssvæðinu. Ríkisstyrkir eins og Össur boðar eru einnig bannaðir.
Össur er þó með fleira í farvatninu. Hann ætlar að styðja frumvarp um byggingarstarfsemi í landinu sem kemur til með að brjóta EES samningin allrækilega. Þá munu margir hönnuðir og iðnaðarmenn vakna upp við vondan draum þegar þeir missa réttindi sín, eða þurfa að endurnýja þau með jöfnu millibili. Fasteignaverð mun hækka um þrjú til fimm prósent vegna óleyfilegra hindrana í þessari mikilvægu atvinnugrein.
Iðnaðarráðherrann hefur engar áhyggjur af þessu, honum er slétt sama um Evrópusambandið þegar EES samningurinn truflar hann . Geti hann á hinn bóginn nýtt sér samninginn til útrásar er hann afar ánægður. Með annarri höndinni styður hann frjálsræði en með hinni stuðlar hann að forsjár og haftahyggju.
Davíð Oddsson sagði um Össur að hann gæti ekki haft sömu skoðun frá morgni til kvölds.
Við þetta má bæta Össur hefur enga skoðun aðra en þá sem honum finnst sniðugt að halda fram þá stundina.
Stjórnmál og samfélag | 4.11.2007 | 23:12 (breytt 5.11.2007 kl. 01:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mynd: Fekk þessi kona kaupréttarsamning ?
Það er gagnlegt að skoða þátt kaupréttarmanna í þeim harða leik sem háður var þegar þeir fyrir hönd almennings gerðu samninga við valda auðmenn.
Þeir tryggðu sér þá á sama augnabliki kaupréttarsamninga að andvirði hundruð milljóna króna.
Það má segja að vinstra meginn við þá á borðinu hafi legið kaupréttarsamningur þeim persónulega til handa en hægra meginn hafi verið samningur sem tryggði Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni hundruði milljarða verðmæti .
Bjarni bankastjóri fékk minna eða aðeins nokkra milljarða. Allt stefnir nú í það að hann muni í framtíðinni snúa sér af meiri krafti að garðrækt og munu þá ,,hjólbörurnar" sem hann fékk að gjöf frá Glitni koma að góðum notum.
Nú spyr ég ólögfróður og vanmegna iðnarmaður. Hvað kallast svona nokkuð á fræðimáli? Eru þarna á ferðinni mútur og ef ekki hvað er þetta þá.?
Hver er þáttur þeirra og ábyrgð sem hafa frumkvæði að því að opinberir embættismenn auðgast við að stuðla að samningum fyrir hönd opinberra fyrirtækja. Það væri gaman ef einhver snjall bloggari gæti hjálpað mér að skilja þetta allt saman. Ríkislögreglustjóri er líka velkominn.
Stjórnmál og samfélag | 2.11.2007 | 21:17 (breytt kl. 22:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ljósmynd: Þjóðararfur
Svokallaður stýrihópur í REi málinu hefur fellt sinn Salómonsúrskurð.Þar er ekkert minnst á að verðmæti sem voru látin af hendi eigi að bjóða út á almennum markaði.Þessi hópur er auðvitað settur upp til að blekkja almenning.
Í endurvinnslu ferilsins mun það gerast að nákvæmlega sami samningur um samruna, gjöf á ráðgjöf og orkulindum
til handa völdum auðjöfrum verður búinn til, ,,aðeins orðalaginu verður breytt".
Til þess að gera allt þetta trúverðugt verður gerð svokölluð stjórnsýsluúttekt á Orkuveitunni .
Þarna á að finna sökudólga og fórna þeim. Til að auðvelda störf stjórnsýsluúttektarnefndar legg ég til að mennirnir með ættarnöfnin fái að fjúka þ.e þeir Þóroddsson og Kvaran. Þetta mál mun þá leysast auðveldar en olíusamráðsmálið.
Samfylkingin gefur sig út fyrir að vera sérstakur málsvari Evrópusambandsaðildar.
Reglur Evrópusambandsins kveða á um réttlát og opin útboð á öllu svæðinu þegar opinberir aðilar selja umtalsverðar eignir, eða þegar þeir kaupa þjónustu eða verðmæti. Rétt er að athuga að ef menn ætla að halda samrunanum til streitu skal minna á að samruni af þessari stærðargráðu er háður sérstöku leyfi frá Evrópusambandinu, takið eftir góðir hálsar! ,, eftirlitsstofnun EFTA hefur ekkert með slík mál að gera ".
Þetta gildir auðvitað einnig hjá okkur vegna þess að við erum með EES samninginn sem hefur í för með sér sömu réttindi og skyldur og Evrópusambandsríkin hafa.
,,Ráðherrar Samfylkingar eða borgarfulltrúarnir hafa engann áhuga á svoleiðis óþægindum".
Þeir lýsa því hikstalaust yfir að tuga eða hundruða milljarða samningar séu ekki útboðsskyldir og í góðu samræmi við EFTA reglur.
Þar fer iðnaðarráðherrann fremstur í flokki.
Það er ljóst að pólitískt verðgildi Össurar er í frjálsu falli jafnvel þó hann sé með annan fótinn í Indónesíu og hinn í Filippseyjum eða hvað svo sem þessi lönd heita.
Það er rétt að upplýsa að heilbrigðisvottorð frá Eftirlitsstofnun EFTA er vafasamt , Innvígðir og innmúraðir einstaklingar hafa sagt að eftirlitsstofnunin sé einfaldlega nokkurskonar framlenging af ráðuneytum á Íslandi og Noregi. Það má sjá að hún virðist mest fást við hinn smærri mál og þá væntanlega til að slá ryki í augu almennings og Evrópusambandsins.
Undirritaður vonar að þetta sé á misskilningi byggt.
Það verður skrifað meira síðar um þetta og þá verðu bætt inn sögunni um Danice sæstrenginn en þar er á ferðinni eitt svindlið enn þar sem handvalinn ofurkrati á að fá sæstrenginn afhentan á ofurkjörum.
Steini Pípari
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2007 | 20:59 (breytt kl. 22:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fór inn á bloggið hjá dóttur mini í dag og sá að hún var í þungum þönkum, en fyrir henni vafðist hugtakið ,,hlutlaus"
Ábyrgðin er mikil þessa dagana hjá foreldrum þessa lands og ég setti mig í föðurlegar stellingar og skírði þetta gaumgæfilega út fyrir henni.
Hér að neðan er hennar blog og síðan mínar föðurlegu útskýringar:
Að spila við sig sjálfa/n
fimmtudagurinn 01. nóvember 2007 kl: 08:16
Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun var ég að hlusta á tvo pólitíkusa ræða um samráð verslana varðandi verð í búðum.
Þá fór ég að pæla, hvernig sé hægt að reka mörg fyrirtæki og vera hlutlaus á öllum stöðum.
Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér að þegar við til dæmis spilum við okkur sjálf, t.d teflum eða önnur spil þar sem við erum að keppa þá er mjög erfitt að vera hlutlaus.
Það er einhvernvegin þannig að maður ákveður að "halda" með öðrum, þó svo að maður sé að tefla fyrir báða og eigi að reyna að láta báða vinna.
Prófið það! Takið fram taflborðið og verið bæði hvíti liturinn og svarti og reynið að vera hlutlaus í bæði skiptin. Það er bara ekki hægt!
Auðvitað er verðsamráð á milli Baugs búða og allt út pælt!
fimmtudagurinn 01 nóvember 2007 kl: 16:07
Nafn: pabbi
Tjáningin: Til að skilja þessa atvinnu lygara og blekkinga meistara þarf maður fyrst að prófa að tefla við sjálfan sig, þá öðlast maður djúpan skilning á stöðunni, ég hef prófað að tefla við sjálfan mig og gerði það í allmörg ár, ég uppgvötaði að ég vann alltaf allar skákirnar, en þetta hefst ekki nema með miklum skilningi á blekkingunni í skákfræðinni, en maður verður náttúrlega að hafa í frammi sjálfsblekkingar.
Þessvegna er galdurinn í raun og veru mjög einfaldur, ef þú gerir þetta nóg og oft þá endar það með því að þú trúir öllu sem þú gerir og segir við sjálfan þig.
Svo er til æðra stig svona hálfgert stórmeistara-blekking, en þá hættir viðkomandi að trúa nokkrum sköpuðum hlut sem hann segir við sjálfan sig og aðra en þá kann viðkomandi ekkert annað en að segja ósatt.
Tilfinningin sem þessir men fá um sjálfan sig er ekkert ósvipað og þeir séu guðir og algerlega ósnertanlegir.
Næst þegar þú færð svona djúpar hugrenningar Sigrún mín þá máttu bara hringja í mig
Þinn pabbi
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2007 | 16:26 (breytt kl. 22:45) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sigurður Kári Kristjánsson rökstyður nauðsyn samþykktar þessa frumvarps, meðal annars á þeim grundvelli að létta einokrun á einkasölu Ríkisins, gott og vel, mjög vel valinn rökstuðningur og ber að fagna svona sjálfsagðri stefnu.
Eigum við kannski að hafa þetta bara eins og við viljum hafa það, eins og ágætur þingmaður sagði við mig, sem ég var að vinna fyrir.
Ég spyr á móti hverjir erum við og hvernig viljum við hafa þetta !!!!!
Steini Pípari
Stjórnmál og samfélag | 1.11.2007 | 00:36 (breytt kl. 01:14) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vil varðveita þessa árþúsunda gömlu menningu.
Því þurfum við að finna þjált orð yfir samvista-skuldbindingu samkynhneigðra.
Einn vinur minn sagði fyri nokkuð mörgum árum, þegar samkynhneigðir verða búnir að fá öll réttindi, þá verður það ekki nóg, því þeir munu fara fram á að allt og allir verði eins og þeir, ,,spáði hann rétt" ! ?
Steini Pípari
Stjórnmál og samfélag | 25.10.2007 | 20:56 (breytt kl. 22:29) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar