Aldrei að víkja.

334stÉg líkt og þúsundir annarra Íslendinga stunda mína atvinnu, ég er þjóðhollur, landið er uppsprettan sem ég leita til á gleði og sorgarstundum.


Ég eins og tugþúsundir Íslendinga er ég saklaus.


Saklaus af útrásarblekkingunni sem skuldsetti landið og stal bankainnstæðum okkar.


Saklaus af stjórn peningamála sem gerði landið gjaldþrota.


Saklaus af hirðuleysi stjórnvalda sem gerði vondan hlut verri.


Saklaus af svívirðilegri hækkun vaxta sem gengur frá  atvinnulífi  og fjölskyldum.


Þrátt fyrir þetta allt er ég orðinn sakamaður.


Svokölluð ríkisstjórn landsins  hefur gengist inn á afarkosti erlendra fanta sem vilja setja okkur  í spennitreyju. Gera okkur að undirsátum láta okkur greiða skaðabætur beinar og óbeinar, ofurvexti af útlendum og erlendum lánum.                                Þessir menn eru landráðamenn.


Við hinu erlendu fanta og þau ríki og einstaklinga sem stjórna þeim og hafa komið og vilja  knésetja okkur hef ég aðeins ein skilaboð. Varið ykkur ! Vanmetið ekki þann styrk sem býr innra með þjóðinni.
Við þurfum einnig að nefna þá ofurríku einstaklinga sem hafa nánast öll völd í peningaheiminum. 


Mestu máli skipti að þjóðin brjóti af sér hlekkina. Við skulum muna að hjálpin kemur ekki að utan. Endurreisnin verður með okkar styrk okkar starfi okkar staðfestu.


Þeir erlendu auðhringir sem eru í eigu þeirra ríkja og einstaklinga sem hafa skaðað okkur munu aldrei fá að starfa hér óáreittir meðan fólkið missir viðurværið og  meirihluti þjóðarinnar verður gjaldþrota.

Guð gef þú okkur styrk til að hrinda óréttlætinu binda endi á þjáningarnar reisa við hina niðurlægðu.

Aldrei að víkja. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband