"Gjaldþrota sjávarútvegur"

2307stNú er búið að redda bankakerfinu fyrir horn og það á að taka gífurleg lán til að byggja upp eginn fjárhagsstöðu bankana.

Í ljós hefur komið að leggja á byggingaiðnaðinn á hliðina sem er 10% af þjóðarframleiðslu, ég ætla ekki að útlista afleiðingar þess.

En almenningur og fréttamenn hefa spurt forráðamenn þjóðarinnar réttilega " hvað á að greiða með þessum lántökum " svörin eru ein enn lýgin og útúrsnúningar.

Þeir þora einfaldlega ekki að segja þjóðinni af skuldastöðu sjávarútvegsins en mest af þessum lánum mun fara í að halda uppi gjaldþrota sjávarútvegi næstu 3-6 árinn.

Nú liggur fyrir álit Sameinuðu þjóðanna um að úthlutanir aflaheimilda séu brot á mannréttindum.

Því spyr ég ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að fjármagna stærsta atvinnuveg landsins sem starfar gegn og brýtur í bága við mannréttindi. ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Samkvæmt lögum eru allir þeir gjaldþrota sem eiga ekki eignir sem ná upp í skuldir.

Af því leiðir að nær öll fyrirtæki landsins og nær öll heimili landsins eru gjaldþrota. 

"Nú liggur fyrir álit Sameinuðu þjóðanna um að úthlutanir aflaheimilda séu brot á mannréttindum."

nei það er ekki satt. þeir sögðu að upphafleg úthlutun hafi verið gölluð. en hverjir áttu að fá hann upphaflega? áttu þeir sem stunduðu ekki útgerð árið á árunum 1980 til 1986 að fá úthlutað?

auk þess kom nefndin ekki með neitt um og sagði ekki orð um það hvernig hefði verið betra að deila út takmörkuðum gæðum. 

ofan á þetta er mannréttindarnefnd ekki neitt nema kokteilpartý klúbbur. álit þessarar nefndar hefur ekkert lagalegt gildi og hefur ekkert alþjóðlegt gildi þar sem þessi nefnd starfar ekki á vegum sameinuðu þjóðanna. 

af því leiðir að þessi nefnd hefur í raun minna vægi heldur en álit sem Seashepard sendir frá sér. eigum við ekki að taka upp öll álit sem Seashepard sendir frá sér? 

Fannar frá Rifi, 25.10.2008 kl. 20:17

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég botna ekkert í hagfræðinni sem er kend á Bifröst , eða þú ruglar þessu öllu saman er ekki betra fyrir þig að læra pípulagnir.

Auðsjáanlega á að halda uppi 10 sinnum ofskuldsettum sjávarútvegi , sem almenningur á að borga, og mun því ekki skila neinu inn í þjóðarbúið nema vesöld, en ef fjölskylda missir húsið sitt mun það fá nýjan eigenda einn góðan veðurdag og þjóðarbúið tapar engu.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 25.10.2008 kl. 21:09

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

hvernig færðu það út?

hvað ertu að gefa þér mikið af því sem þú er að segja sé satt og rétt? þú ert jú að gefa þér megnið af þeim forsendum sem þú leggur fram. 

hagfræðin á bifröst. hún er að gefa sér ekki allt sem maður vill. 

Fannar frá Rifi, 25.10.2008 kl. 23:52

4 Smámynd: Fannar frá Rifi

afhverju ættu stjórnmálamenn að setja pening inn? mikil vægari spurning er samt. heldurðu að sjávarútvegurinn vilji ríkiafskipti? jafnvel þó það sé stuðningur hef ég enga trú á því að sjávarútvegurinn vilji aðkomu ríkisins.

Fannar frá Rifi, 26.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband