Hvað Skuldum við í útlöndum. ?

Ég í bloggi mínu hef ég að undanförnu margvarað við þeirri ákvörðun Ríkisstjórnar Íslands að tryggja aðeins innistæður íslenskara sparifjáreiganda bankanna. Þetta er brot á jafnræðisreglu skv EES samningi.

Á þessi sjónarmið hafa okkar alvitru stjórnmálamenn ekki hlustað.

Nú hefur fallið dómur í fógetarétti í Noregi sem staðfestir álit mitt. Hann mun verða staðfestur ef þurfa þykir í öllum dómstigum allt upp dómstól EFTA .

Staða okkar er skv þessu mjög alvarleg eins og allir eru ræða um.

Ég vil benda á einu hugsanlegu málsvörnina fyrir okkur.

Hún er eftirfarandi ;. Ríkisstjórnin var að forða neyðarástandi sem hefði skapast vegna hlutfallslegar stærðar vandamálsins.
Hér voru flestir að tapa einhverju. Hefði komið tilkynning um að innistæður væru ekki tryggðar þá hefði allt gengið hér af göflunum með uppþotum og lögleysu. Tryggingaryfirlýsing ríkisstjórnarinnar var til að verja almannahagsmuni og heill þjóðarinnar.
Í þvílíkum tilvikum má víkja tilskipunum EES samningsins til hliðar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband