Hvaða þingmaður ætlar að stíga fram ?

Kreppa sú sem er að sliga heiminn er vegna svokallaðra afleiðu viðskipta. Þetta er fyrirbæri sem er mitt á milli skuldabréfaútgáfu veðmálastarfsemi og seðlaprentunar. Björgunaráætlanir BNA eru ekki nægilega stórtækar segir t.d forsætisráðherra Japans. Kreppan gæti orðið töluvert erfið. Svona afleiðuviðskipti munu verða bönnuð í framtíðinni.

Við á Íslandi settum neyðarlög vegna gjaldþrota bankanna Þau voru með ákvæðum sem ívilnuðu íslenskum aðilum sérstaklega. Þetta tóku Bretar og aðrar þjóðir óstinnt upp með afleiðingum sem öllum eru kunnar.

Réttmætar gjaldeyrisfærslur sem eiga að koma til fyrirtækja landsins eru frystar af erlendum bönkum. Við búum nú við neyðarástand, sem við sjáum ekki fyrir endann á.

Alþingismenn í stjórn og jafnvel stjórnarandstöðu skynja ekki þá hættu sem þessi sérstöku ákvæði um forgangskröfur sparifjáreiganda í þrotabú bankanna skapar.Þeir álykta sem svo að þarna sé um lagatæknileg atriði að ræða.

Staðreyndin er hinsvegar sú að hættan er mikil á að lögmenn kröfuhafa stefni ríkinu. Þeir hafa ýmsar leiðir hjá dómstólum utanlands og innan.

Frysting gjaldeyristekna er hin hættan sem er orðin að veruleika.

Álitshnekkir sem landið er að verða fyrir vegna þessara atriða er nú þegar mikill og hann mun ekki fara minnkandi.

Skaðabótaskylda ríkissjóðs getur orðið geigvænleg.

Einföld leið er að lýsa bankana gjaldþrota þ.e gömlu bankana og halda fund með kröfuhöfum . Þar mun koma í ljós að Íslenska ríkið skuldar ekkert.

Það mun auðvitað greiða matsverð fyrir innlenda hluta gömlu bankanna Að sjálfsögðu þarf að breyta ákvæðum neyðarlaganna.

Það er mikilvægt fyrri alla að gera sér grein eins og ég hef bent á í bloggi (Almenningur ábyrgur fyrir bankasukki ) og síðar tveir virtir lögmenn í Morgunblaðinu að íslenska ríkið ber enga lagalega eða siðferðilega ábyrgð á innistæðum bankanna.

Afneitum þingmanna á staðreyndum minnir óþægilega á afneitun margra þegar útrásin fór að súrna og aðvaranir bárust alls staðar að. Eins og nú þegar menn segja að Bretar séu í pólitískum leik sem er auðvitað ekki rétt, menn gáfu allskonar skýringar á gagnrýni á atferli útrásargreifanna. Blásið var á heiðarlega og faglega gagnrýni sögð gjarnan vera byggð á annarlegum hvötum.

Þingið verður að kannast við staðreyndir þjóðarheill liggur við.

Hvaða þingmaður ætlar að stíga fram ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Þetta er nokkuð hörð lending - það er ljóst.

Sigurjón Þórðarson, 17.10.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband