Almenningur ábyrgur fyrir bankasukki ?

_MG_4659

Það er túlkað svo að við sem erum fólkið á Íslandi séum ábyrg fyrir 1300 milljarða króna tapi erlendra sparifjáreiganda sem lögðu inn peninga á bankareikninga í sínu heimalandi.

Ef tilskipanir ESB (evrópusambandsins) eru skoðaðar þá er ljóst að þar er mikil, vafi á að þessi túlkun sé rétt.Tilskipanir ESB um tryggingasjóð er augljóslega gerðar til þess að tryggja gegn ólíklegu gjaldþroti einstaka banka.

Þegar um það er að ræða að neyðarástand ríkir þá koma önnur lögmál til og þegar almannaheill krefur eins og nú er á Íslandi þá víkja tilskipanir sambandsins til hliðar að mínu mati.

ESB þarf að ávarpa íslensku þjóðina beint. ESB þarf að skýra hvað sambandið hyggst gera varðandi kröfur Hollendinga og Breta á hendur saklausum og óafvitandi almenningi Íslands. ESB þarf einnig að segja hvað það ætlar að gera vegna aðgerða bresku ríkisstjórnarinnar gegn íslenskum fyrirtækjum og ríkisstjórn.

p.s.  blog þetta verður sent fastanefnd ESB hjá EFTA . Í vinnslu er myndband á ensku til þess að kynna þessi atriði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband