Björgunaraðgerðir eða blekking.

_MG_4655

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd:  Arður íslensku "Útrásarinnar" Bandit

Hugmynd ríkisstjórnarinnar að taka lífeyrissjóðina og nota þá til að greiða af erlendum lánum bankanna er glæpsamleg. Þetta mun duga í nokkrar vikur því að fjárþörf hinna gjaldþrota banka er svo mikil að ekkert verður við ráðið. Fjárþörf bankanna er margföld þjóðarframleiðsla þannig að ekki mun sjást högg á vatni þó öll þjóðarframleiðslan og lífeyrissjóðirnir verði settir í hítina.
Eina vitið er að horfast í augu við raunveruleikann og setja bankanna í þrot. Bjarga síðan íslenskum hluta þeirrar. Þá er hægt að nota lífeyrissjóðina til að auka kraftinn í íslensku atvinnulífi.

Gordon Brown lýsti því yfir að enginn gjaldfær banki í Evrópusambandinu myndi fara á  hausinn vegna lausafjárskorts.
Það ætti ekki að vera vandi fyrir Íslendinga með yfirlýsingu um aðildarumsókn að komast inn í fjármögnunaraðstoð Evrópu. Staðreyndin er hinsvegar auðvitað sú að íslensku bankarnir eru gjaldþrota svo engu verður bjargað. Það er ekki viturlegt að bíða í þeirri von að erlendar fjárfestingar bankanna muni líta betur út í framtíðinni því margar voru
fjárfestingarnar ekki viturlegar. Kreppan er ekki á leiðinni að hverfa, því að björgunarpakki BNA upp á 850 billjónir dala er langt í frá að duga til að slá á hana.

Setjum ekki lífeyrissjóðina í botnlausa gjaldþrotahít Íslensku bankanna.!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband