Upphaf fjármála kreppu og svör við henni.

blog.bat

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd: Smábátur á vestfjörðum sem stóð undir gamaldags tryggri afkomu. 

Margir hafa haldið því fram að orsök kreppurnar sem nú skekur heiminn væri tilkominn vegna vanskila á fasteignalánum . Þetta er ekki allskostar rétt því að heildarvanskil á þeim markaði eru ekki meiri en 100billjónir $. Afturámóti eru skuldbindingar fjármálastofnana sem eru tengdar svokölluðum fasteignaafleiðum 4,7 triljónir$.  Afleiður eru nokkurskonar veðmálastarfsemi sem margir fjármálasérfræðingar heiminum telja að þurfi að setja strangar reglur um. Einnig telja virtustu sérfræðingar algera nauðsyn að aðskilja almenna bankastarfsemi og svokallaða fjárfestingarstarfsemi en eins og allir vita er brestur á því á Íslandi. Þessi misbrestur er að koma þjóðinni í þrot.

Ef erlendir lánadrottnar eiga að trúa því að aðeins 15% þessara skuldbindinga sé í vanskilum þá væri allt í stakast lagi. Hvenær sjá erlendir lánadrottnar Bandaríkjamanna botnlausa taphít ?

Fjárlagahalli Bandaríkjanna er 400 billjónir $ Þegar við þetta bætist 850 billjóna $ björgunarpakki þá munu sömu lánadrottnar fá kaldann hroll. Skuldaaukning á einu ári verður 1,3 trilljónir $. Stríðsreksturinn  kostar 200 billjónir $ árlega. Pentagon þ.e vopnarannsóknir og annað þvíumlíkt kosta 700 billjónir á ári. Svarið við vandanum er einfalt . Hætta stríðsrekstri , sem þjónar engum tilgangi og minnka útgjöld til hernaðarmála að því marki að afgangur af fjárlögum bandaríkjanna yrði 100 billjónir árlega. Þetta myndi gera það að verkum að BNA yrðu miklu sterkari svo og vinir þeirra og bandamenn  í Evrópu.

Hér höfum við gert marga ranga hluti og ekkert lát er á dellunni. Yfirtakan á Íslandsbanka er geggjuð aðgerð . Eina vitið var að setja erlenda hlutann í greiðslustöðvun en bjarga Íslenska hlutanum . Ljóst er að ríkissjóður getur ekkert gert vegna geigvænlegrar skuldastöðu erlenda hlutans. Vaxtastefna ríkisstjórnarinnar með tilstuðlan Davíðs er aðeins til þess ætluð að gera slæman hlut verri. Greinarhöfundur er að þessu leiti sammála þeim skelegga blaðamanni Gunnari Smára.
Það eina skynsamlega er að mynda þjóðstjórn og fara í einbeittar aðgerðir og leit erlendrar aðstoðar. Ástandið eins og það er nú er óþolandi.


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband