Davíð Oddson og ríkisrekstur.

Þegar Davíð var borgastjóri þandist borgarkefið út meir en nokkru sinni áður. Hann notaði tækifærið þegar Sjálfstæðisflokkurinn var í forystukreppu og vann formannssætið naumlega og þar réð úrslitum stuðningur manna sem höfðu notið góðs af útþennslustefnu Borgarkefisins.

Það er rétt að taka það fram að þeir sem lentu öfugu meginn við grindverkið jafnvel fyrir slysni, gátu orðið fyrir skelfilegum ofsóknum embættismanna borgakefisins. Þá var ekki gott að þurfa að hafa samskifti við borgarkerfið.

Nú víkur sögunni að því að Davíð er orðinn forsætisráðherra. Hér endurtekur sagan sig. Ríkiskerfið þennst út þannig að annað eins hefur aldrei sést á byggðu bóli. Nei annars fyrigefið mér ég gleymi Sovétríkjunum og öðru þvílíku.

Uppgangur hagkerfisins okkar vegna m.a útrásar hefur verið mikill.Skattheimta ríkis og sveitarfélaga hefur aftur á móti verið gegndarlaus og nemur nú helming þjóðartekna. Allt fyrir atbeina Davíðs. Ríkisjóður hefur baðað sig í skattpeningum og sóað þeim í tilgangslausa útþennslu ríkisstofnana allt fyrir atbeina Davíðs. Almenningur var ætíð saklaus.

Nú um þesar mundir er niðursveifla. Davið og vinir hanns eru að gera þessa niðursveiflu að alvarlegri kreppu. Ríksisjóður ætlar ekki að axla neina ábyrgð en almenningi og fyrirtækjum skal blæða. Ríkisstjórnin ætlar ekkert að ger.

Ég segi eins og frægur breskur stjórnmálaskörungur sagði við duglausa ríkistjórn "farið í guðanna bænum farið" en látiði Davíð fara strax.!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Þöll

bíddu vó! gamli kall!.. hvaðan kemur þetta.. þú þarna himinblái maður!

mig minnir nú að mér sé skipað að kjósa Davíð í hvert sinn sem til kosninga koma..

hmm.. hmm hmm..

Sigrún Þöll, 31.7.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband