BERLÍN HÖFUÐBORG EVRÓPU !

Þýskaland er óumdeilt forysturíki í Evrópu. Frakkland fylgir fast á eftir og samvinna þessara tveggja ríkja hefur alltaf verið sérstaklega náin. Öxull Evrópusambandsins er Berlín - París. Leiðin til austur Evrópu Ukraínu og Rússlands liggur um Berlín. Samvinna Evrópu og BNA við Rússland er nauðsynleg ef tryggja á öryggi og framgöngu allra þessara ríkja til lengri tíma.

För Obama til Evrópu og ræða hans í Berlín lýsir óvenjulega skarpri sýn á framtíð heimsins. Sama ræða haldin í Brussel hefði ekki haft sama slagkraft. Björn Bjarnason er ekki kominn svo langt að hann skilji þetta. Það er í samræmi við framgöngu hans í mörgum málum að hann átti sig ekki á slíkum atriðum hvorki frá pólitísku eða sögulegum sjónarhóli.

Obama er með nýjar og ferskar áherslur í stjórnmálum BNA og heimsins. Þar fer fremst ósk um samvinnu og viðskipti milli landa og djúp virðing fyrir mannréttindum. Það er von greinarhöfundar að Björn Bjarnason tileinki sér þó ekki væri nema eitt af þessum atriðum en það er virðing fyrir mannréttindum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband