Sjálfstæðisflokkurinn og opinbert kerfi

Það er staðreynd sem er lítið talað um að mannfjöldi og rekstur opinbers kerfis hefur þanist meir út en hagkerfið. Tökum eftir að hagkerfið hefur verið að stækka gríðarlega á síðustu árum vegna uppgangs útrásarfyrirtækja og  fleiri atriða.

Skattheimta ríkis og sveitarfélaga nálgast nú helming þjóðartekna. Sérfræðingar í hagfræði hafa sagt að 30% skattheimta muni vera nálægt hættumörkum.

Það er einn stjórnmálaflokkur sem hefur verið mestráðandi í íslenskum stjórnmálum síðastliðinn aldarfjórðung eða svo, það er Sjálfstæðisflokkurinn. Því er rökrétt að hugsa sér að hann hafi stjórnað þessari útþenslu. Þar á bæ eru engir asnar við stjórnvölinn. það er aðeins hægt að álykta að þarna muni vera á ferðinni meðvituð stefna.

Nú spyrja menn hvað liggur bak við þetta. Svarið er augljóst . Lykilstöður í kerfinu eru mannaðir flokksmönnum og ættingjum þeirra. Fastafylgi Sjálfstæðisflokksins kemur að stórum hluta þaðan

Atvinnulíf landsmanna verður að halda þessu kerfi uppi sem oftar en ekki vinnur gegn atvinnulífinu sjálfu. Lýsandi dæmi er byggingariðnaðurinn. Framkvæmdamenn í þeirri grein vita nákvæmlega hvernig embættismenn  hafa oft án gildra ástæðna tafið milljarðaframkvæmdir og valdið atvinnulífinu og einstaklingum gífurlegu tjóni. Heilbrigðiseftirlit og brunavarnareftrilit er annar þáttur sem má nefna.  Ef menn vilja opna lítinn samlokustað þarf að fá leyfi hjá a.m.k. þrem aðilum.  Hver hefur ekki komið til landsins og mætt tollvörðum sem kíkja ofan í plastpoka til að athuga hvort viðkomandi hafi ekki keypt eins og eina rauðvínsflösku fram yfir "leyfðan" skammt. 

Við sem teljum frelsi til orða og athafna til alls fyrst þurfum að finna okkur farveg til að breyta þessu ástandi.

Er óhugsandi að breytingarnar komi innanfrá í Sjálfstæðisflokknum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband