Kynþáttahatur og myndbirting þess.

Allir þekkja söguna um grimmdarverk og útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum og öðrum hópum sem þeir töldu vera af óæðri kynþáttum þ.á.m sígógnum. (sem kalla sig reyndar Roma fólkið)


Þetta viðhorf í þriðja ríkinu spratt þó ekki upp á nokkrum árum eða áratugum.
Það átti sér svo sannarlega dýpri rætur þ.e. aldalanga sögu fordóma haturs og andúðar.


Ofsóknir Bandaríkjamanna gegn blökkumönnum og múslimum eiga sér svipaðar rætur.


Við sem lifum í Evrópu og teljum okkur vera umburðarlynd og jafnréttissinnuð teljum okkur fullkomlega laus við kynþáttandúð og hatur.


Á Ítalíu er andúð á Róma fólkinu og blökkumönnum þó landlægt fyrirbæri.
Hugmyndir Berlusconi um að taka fingraför af börnum Rómafólksins er ótrúleg.

Evrópunefndin hefur reyndar varað Ítali við þessu.


Við Íslendingar erum auðvitað sannfærð um ágæti okkar. En erum við laus við kynþáttahatrið?
Fyrir stuttu var hér á ferð fólk sem var kynnt til sögunar sem sigógnar en voru auðvitað einfaldlega ferðalangar frá Evrópusambandsríki.


Fólkið var með glingur meðferðis sem það bauð landanum til sölu, ekki var nú sökin stór.
Það var handtekið börnin voru hrædd með barnaverndarnefndarfólki ( man nokkur Breiðuvík?) og peningar teknir af því.
Síðan var það hundelt af lögreglu og leitað á því þar til það yfirgaf landið.


“Fréttamenn” sögðu frá þessu eins og þarna hefði unnist stórsigur á hættulegum afbrotamönnum.


Það hefur oft hent mig að heim til mín hafa komið íslenskir menn sem eru að bjóða t.d. frosinn fisk.
Uppruni og gæði fisksins geta verið með ýmsum hætti aldrei hefur hvarflaði að mér að kalla á lögreglu vegna þessa. Ég er þess fullviss að lögreglan myndi gera lítið úr slíku máli. Annað væri uppi á teningnum ef þar væru á ferð einstaklingar af kynþætti Roma fólksins.


 " Ofangreind dæmi er ekki það eina ."


Nú spyr ég af fyllstu einlægni hvar eru fréttamenn hvar eru stjórnmálmenn hvar er fólkið sem ekki vill fordóma?


Getur verið að við í Evrópu séum að undirbúa nýja i helför hægt en bítandi ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Framkoman við þetta fólk var andstyggileg. Allir peningar voru t.d. af því teknir án þess að nokkuð væri hægt að segja um hvernig þeir voru fengnir. Þetta var ekkert annað en þjófnaður af hálfu lögreglunnar. Enginn gerði athugasemdir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband