Fær íslenskt barn að njóta beggja foreldra sinna.

Það eru margir sem muna eftir því þegar járntjaldið skipti Evrópu í tvö hluta.

Fjölskyldur sem bjuggu sitt hvoru meginn við tjaldið voru aðskildar afar og ömmur frá barnabörnum, foreldrar frá uppkomnum börnum fólk sem felldi hugi saman gat ekki verið saman, þjáningar fólksins voru ómælanlegar. Hver man ekki Berlínarmúrinn.?

Þetta ástand var eitt af þeim mörgu atriðum sem sannfærðu margan manninn um að kommunisminn svo og allt stjórnafar sem bar keim af honum væri óalandi og óferjandi  og slík hugsun þyrfti nauðsynlega að hverfa af jarðarkringlunni.

Hér á Íslandi horfum við  á stjórnmálmenn sem virðast hafa svipaðar grunn hugmyndir um þessi mál eins og t.d stjórnendur Austur Þýskalands. Nú fyrir stuttu var i blöðunum sagt frá erlendum manni sem vill hitta dóttur sína. Slikt ætti að vera auðvelt og sjálfsagt fagnaðarefni þvi þarna er verið að byggja upp heilbrigt fjöskyldu samband. Maðurinn er þó rikisborgari utan evrópusvæðisins en það ætti ekki að gera honum erfitt fyrir, þar sem dóttir hanns er borgari á evrópusvæðinu.

Embættismenn sem telja sig vera að framfylgja lögum sem greinarhöfundur  efast þó um, láta einfalt atvinnuleyfi bíða i marga manuði, þeir bera því fyrir sig að þetta sé gert annarstaðar og framgangan því eðlileg. (Greinarhöfundi er kunnugt um að þarna er rangt sagt frá). Síðan efast þessir vesalingar um rétt  sakavottorð og tefja málið enn meir.

Nú getum vid spurt hafi maðurinn brotið af sér i heimalandi sinu t.d. verid sekur, valdið bilslysi eða lent í átökum á veitngastað en lokið málinu í sínu heimalandi, hefur hann þá fyrirgert réttinum til að hitta dóttur sína ? Auðvitað ekki.

Sem sagt ef madurinn  er ekki hættulegur afbrotamaður t.d barnaníðungur síbrotamaður forfallinn eiturlyfjasjúklingur, eða þaðan af verri og það væri mikil hætta á að hann bryti aftur af sér, aðeins þá er hugsanlegt að meina honun um að sjá barnið sitt en rökstuðningur á slíku þarf að vera afgerandi eða með dómi.

Íslensk lög sem eiga að vera i samræmi við  lög Evrópusamnbandsins tryggja rétt foreldra utan evrópusvæðisins að fá atvinnu og dvalarleyfi í landi barnsins.

Það er engin þörf á að uppruna kanna sakavottorð það er frekar brýn nauðsyn að kanna starfhætti þessa embættis svo og fleiri embætta.

Þetta er krafa almennings og hún kemur fram af vaxandi þunga,  fólk verður sífellt meira meðvitað um allskyns afbrot embættismanna. En hafa skal í huga að embættismönum er skyllt að taka eingaungu ákvarðanir í samræmi við lög.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband