Er múhameðstrú ógnun við vestræn gildi - lýðræði og mannréttindi

Þeir sem aðhyllast múhameðstrú vilja allflestir koma á trúarlögum. Þetta gildir einnig í þeim vestrænum ríkjum sem þeir hópast til. Þetta sést m.a. á því hve víða einhvers konar trúarlög eru í gildi í löndum múslima.

Ef við á vesturlöndum brjótum þessi lög þeirra í okkar heimahögum þá telja þeir sig hafa rétt til að dæma okkur – jafnvel til dauða. Á wikipedia er listi yfir þau lönd í heiminum sem byggja löggjöf sína á Sharia þ.e. trúarlögum. Þar sem Múhameðstrúarmenn verða fjölmennir í Evrópulöndum reyna þeir að koma slíkum trúarlögum á. Fyrsta krafa þeirra er að þau gildi í fjölskyldumálum Múslima. Slíka kröfu hafa þeir m.a. gert á Bretlandi þar sem þeir eru fjölmennir.

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Sharialög séu ósamrýmanleg því sem vestrænum ríkjum er kærast þ.e. lýðræði og mannréttindum. Þau eru stöðnuð og óbreytanleg að grunni til og byggja á 1200 ára gamalli hugsun sem varð til í ólíkri menningu okkar. (Sjá http://en.wikipedia.org/wiki/Sharia#cite_note-74).

Vestræn menning er umburðarlind. Þó ritfrelsi, trúfrelsi og tjáningarfrelsi sé okkar aðalsmerki, þá berjumst við gegn þeim skoðunum sem eru andlýðræðislegar og sérstaklega stríða gegn mannréttindum. Mannréttindahugsunin er viðkvæm og getur vikið fyrir hugsunum sem eru andstæðar henni eins og raunin varð á í Þýskalandi nasismans.Ef við verjumst ekki þá er hætt á að við fórnum öllum mannréttindum vegna ofsatrúar á eitt ákvæði þeirra. Sú hugsun Múhameðstrúarmanna að lög séu hluti trúarinnar og þeir berjist fyrir þeirri sannfæringu með lífinu eru hættuleg lýðræðinu.

Það má ekki fórna rétti manna til að vernda dýrmætust gildi sín fyrir mun minni rétt manna til að halda fram andþjóðfélagslegum gildum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Eg held að það sé nauðsynlegt að skilja lög og túarbrögð algjörlega að. Það er bara stigsmunur, ekki eðlismunur á kristinni trú og muslimum. Eins og sérst á nýju lögunum um giftingu samkynhneiðra. Kristnir tefja fyrir löggjöf um stofnfrumurannsóknir og fleira væri hægt að telja fram. Sem sagt halda löggjöf og trúarbrögðum algjörlega aðskildum.

Ásta Kristín Norrman, 14.6.2008 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband