Stjórnartíð ráðherra fjármála hefur Almenningi oft misboðið embættisfærslur hans og virðist sem hans síðasta embættisafgreiðsla hafi fyllt mælin hjá almenningi.
Á þetta við um veitingu dómaraembættis til handa syni fyrrverandi hæstráðanda okkar til margra ára.
Allir viti bornir menn, fyrir utan spunameistara og sjónhverfingamenn ríkisstjórnarinnar sem jafnvel segja virtustu lögmönnum landsins að þegja, hafa séð að þarna hafa verið brotnar meginreglur sem réttarríkið byggir á.
Hér tala ég um góða og vandaða túlkun laga , sérstaklega með tilliti til, stjórnarskrár. (meðalhóf, jafnræðisreglu og vandaðra stjórnarhátta ).
Nú þurfum við ekki að undrast að ráðherrann sjálfur blási á stjórnarskrána. Hann á væntanlega engra kosta völ.
Við munum auðvitað eftir að bróðir hans og vinir náðu hagkvæmum kaupum á fasteignum ríkissjóðs á Keflavíkurflugvelli.
Nýting fasteignanna var tryggð með háskóla á svæðinu með tilstuðlan ríkissjóðs. Það er þó sennilegast að allt þetta hafi ekki haft nokkur áhrif á embættisfærslu ráðherrans.
Þegar nú nefndin hafði skilað áliti sínu varðandi hæfnismat kom í ljós að sonurinn var minnst hæfur af öllum umsækjendum.
Þrátt fyrir allt sem að ofan er talið, þáði dómarinn nýbakaði stöðuna .
Hann byrjar sinn feril sem dómari í skugga brota gegn réttarríkinu og spillingar að sumra mati.
Hér þarf sérstaklega að athuga að dómari verður að vera málsvari góðrar stjórnsýslu og jafnframt verður hann að hafa stjórnaskrána og réttarríkið sem bakgrunn starfa sinna. Þetta er eitt af fáum störfum á vegum ríkisins sem ekki má vera alvarlegur ágreiningur um.
Við hljótum þess vegna að fá að efast um störf hans í framtíðinni. Við getum íhugað hvernig hann muni líta á mál sem varða embættisgjafann.
Velta má fyrir sér hæfi hans í viðkvæmum vatnsréttindamálum og deilum um orkunýtingu jarðhita í umdæmi hans. Varla væri hann vanhæfur í slíkum málum í þröngum skilningi laga en ef við horfum til grunnhugsunar laganna þá vakna efasemdir.
Ég bendi á að fulltrúalýðræði er ekki sama og lýðræði. því ber að stöðva aðalsmenn nútímans en alþingismenn eru einmitt að taka á sig mynd þessara gömlu forréttindastétta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.1.2008 | 18:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
sammála þessu
halkatla, 24.1.2008 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.