Það er á vitorði allrar þjóðarinnar að aldrei sem fyrr eru í gangi stórfelldar tilfærslur á eignum almennings sem ríki og sveitarfélög fara með. Þessar tilfærslur eru framkvæmdar með atfylgi stjórnmálamanna á alþingi og í sveitarstjórnum. þær eru stjórnlausar og án allrar reglu. Þetta virðist vera gert með ráðnum hug. Tilgangurinn er sá að stjórnmálamenn og vinir þeirra og í sumum tilvikum ættingjar geti hagað þessum málum að vild.
Söluferlið fer oftar en ekki þannig fram að það henti þeim vinum og ættingjum sem eiga að njóta "vildarkjaranna" Þetta gengur svo langt að menn setja sérlög til að styðja gjörninginn. Nú er það alkunna að í gildi eru grunnreglur sem kveða á hvernig haga á sölu á opinberum eignum. Þessar reglur eru festar m.a í stjórnarskrá svo og í EES samningi. Það verður að hafa hugfast að hvor tveggja er rétthærra en sérlög sem eru knúin í gegnum Alþingi.
Við hljótum að spyrja hvort þetta veiki ekki stöðu alþingis sérstaklega þegar þarf að taka á erfiðum spillingarmálum.
Er einhver leið til stöðva þessa spillingu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.11.2007 | 17:49 (breytt 24.11.2007 kl. 04:21) | Facebook
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Veistu það Þorsteinn...ég held bara ekki
Heiða Þórðar, 24.11.2007 kl. 00:29
Fyrst af öllu, ganga í ESB til að auðvelda málsóknir á hendur ríkisins.
Ásgeir R. Birgisson, 28.11.2007 kl. 22:00
Já ég er nokkuð viss um að innganga okkar í ESB muni einfalda slíka vinnu fyrir dómsvaldið. Verður ekki lagaumgjörðin líka gegnsærri ?
Linda Lea Bogadóttir, 28.11.2007 kl. 22:31
Sendi mínar bestu óskir um gleði og frið á jólunum til þín og þinna.
Þakka samveruna í bloggheimum á árinu sem er að líða.
Megi nýtt ár færa þér enn meiri gleði og hamingju.
Jólakveðja
Linda Lea Bogadóttir, 23.12.2007 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.