Í Jólasveinbyggðum

Undanfarna daga hafa húsmæður bloggað um hvort 14 Jólasveinninn sé virkilega til, sumar segjast hafa séð hann en aðrar fullyrða að þær hafi séð hann eða vita nafn hans.

Til að stopp þessar vangaveltur hef ég ákveðið létta forvitninni af húsmæðrum landsins.

En til að það sé hægt verð ég að brjóta eiðsvarin samning sem ég gerði við Leppalúða en hann er húsbóndinn í Jólasveinbyggðum.

Ég er sérstakur pípulagningamaður Jólasveinana í Jólasveinbyggðum og hef haft þjónustusamning við þá í 40 ár ( ég er samt ekkert mjög gamall )
Tvennt er alltaf sem þarf að lagfæra hjá þeim þegar fer að vetra: yfirfara hitan og fjarlægja hár úr vatnslásnum sem losnað hafur úr Grýlu en hún er með mikið hárlos.

Þegar ég var upp í Jólasveinbyggðum um daginn trúði Grýla mér fyri þessu með 14 jólasveininn.
Að hennar sögn er hann mjög sérstakur og sem patti var hann einstaklega ör og órólegur hinsvegar var hann vel máli farinn, talaði stöðugt en oft í gátum eða þá þannig að engum tókst að skylja hvað hann var að meina. Þrátt fyrir málsnilld hans var í raun engin í Jólasveinbyggðum sem tók mark á drengnum enda var heldur ekkert gagn af honum.

Kannski þess eða vegna hormónabreytinga strauk drengurinn til byggða og hefur verið þar síðan.

Grýla trúði mér fyri að hann hafi tekið sér manna nafni og það væri Össur Skarphéðinsson en hann væri auðþekktur á útlitinu sem Jólasvein en í Jólasveinbyggðum væri hann kallaður Rugludallur.

En síðan bað hún mig um ef ég rekist á hann þá ætti ég að skila til hans að hunskast heim og sinna þeim verkum sem honum væri ætluð í Jólasveinbyggðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir R. Birgisson

Fjórtándi Jólasveinninn já, ég gróf upp í þjóðskrá hin ýmsu Jólasveinanöfn, en á erfitt að finna Össur þar, nema hann hafi breytt nafni sínu. Mér tókst þó að þrengja listann um hver hann í rauninni er, hér koma þau:

1. Þvengjaleysir
2. Froðusleikir
3. Faldafeykir
4. Lækjaræsir
5. Litli-Pungur

Oft hefur mig nú grunað þetta, því það skiptir ekki máli hversu oft hann Össur rakar sig, alltaf er hann með skegg. 

Ásgeir R. Birgisson, 16.11.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Fladafeykir held ég að geti varla verið hans rétta nafn... En góð eru þau þessi Geiri...

Linda Lea Bogadóttir, 18.11.2007 kl. 01:41

3 identicon

Pabbi!

Dagrún dóttir 18.11.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Sá norðurljósa - myndirnar frá þér í veðurfréttum í kvöld... rosalega eru þær flottar Mikill heiður !

Linda Lea Bogadóttir, 18.11.2007 kl. 22:45

5 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Hæ Linda,

Innilegar þakkir alltaf gaman þegar byrtast myndir eftir mann og en meira gaman að fá hlýlegar kveðjur varðandi birtinguna

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 19.11.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband