Nú þegar Eftirlitsstofnun EFTA hefur sett fram álit um íbúðalánasjóð er gagnlegt að skoða eftirfarandi.
Bankarnir hafa einokunarstöðu á markaðinum og eru að brjóta allar reglur evrópusambandsins á neytendum .
Þar má telja smátt letur í samningum, flókin atriði í lánaskilmálum sem ekki er hægt að reikna með að venjulegir neytendur átti sig á, augljóslega ósanngjarna vaxtaskilmála ásamt verðtryggingu og fleiru.
Þetta er einmitt þetta sem Evrópusambandið bannar stórum fyrirtækjum.
Nú hljóta neytendasamtökin að taka sig til og kæra bankana til Eftirlitsstofnunar EFTA
Og er raunar ámælisvert að þau hafi ekki gert það nú þegar.
Á meðan sú kæra er í skoðun hlítur Eftirlitsstofnunin að bíða með að banna Íbúðalánasjóði að starfa . Það er raunar athyglisvert að Eftirlitsstofnunin skuli ekki hafa tekið það upp hjá sjálfri sér að skoða starfsemi bankanna en það styrkir grun margra að hún horfi meir á hin smærri mál en láti þau stærri fram hjá sér fara.
Getur verið að það sé ekki allt með felldu . Að minnsta kosti sóttu EFTA ríkin mjög fast á sínum tíma að hafa stofnunina í stað þess að láta Evrópunefndina sjá um útskurði eins og eðlilegt er .
Við sjáum hvað setur en málinu er alls ekki lokið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.11.2007 | 22:38 (breytt kl. 22:42) | Facebook
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er virkilega hægt að taka þetta í gegn ??
Sigurður Teitsson 9.11.2007 kl. 22:49
Steini minn... veistu ég skil bara ekki þetta bankasamfélag okkar í dag ... vaxtastefnu þeirra ásamt seðlabankanum ! Held að skútan hljóti að sökkva áður en langt um líður ! Það væri frábært að fá Danske bank hingað - eða einhvern þýskan til dæmis.
... Hvað með bankanna - fá þeir kannski starfslokasamning Hahaha
Linda Lea Bogadóttir, 10.11.2007 kl. 21:22
Er það málið Þorsteinn? Eru bankarnir að brjóta reglur Evrópusambandsins? Ef svo er þá hljóta aðilar öflugri en neytendasamtökin að láta að sér kveða. Hvað með ASÍ. Hvað með umboðsmann alþingis. Hvað með hin og þessi hagsmunasamtök. Nú er ég ekki löglærður en vil tæpast trúa því að máli sé þannig vaxið að bankarnir brjóti lögin skipulega og engin geri neitt í neinu.
Á ég að trúa því!!!
Eggert Vébjörnsson 11.11.2007 kl. 13:08
Sendu mér myndina á meilið mitt... lindaboga@hotmail.com...
Eigðu góðan sunnudag!
Linda Lea Bogadóttir, 11.11.2007 kl. 14:19
Eggert
Það sem evrópusambandið vill að neytendur njóti sanngirni og frelsis . Þar á meðal er réttur til þessa að ástand sem hefur varað nokkurn tíma breytist ekki hratt.
Smátt letur eins og er í lánaskilmálum bankanna er auðvitað út í hött og er bannað.
Venjulegt fólk gat aldrei vitað um hækkanir vaxta sem voru svona gríðarlegar.
Það gátu bankarnir séð fyrir.
ASÍ hefur einnig hagsmuni af því að fá góða vexti af lífeyrissjóðum sínum.
Umboðsmaður Alþingis kærir ekki til EFTA.
Slík gildra sem bankarnir hafa sett fólk í gæti leitt til þess að þeir færu á svartan lista í Evrópusambandslöndum.
Alþingi hefur auðvitað brugðist að setja ekki lög í samræmi við neytendatilskipanir evrópusambandsins.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.11.2007 kl. 22:24
Vissulega hefur alþingi brugðist. Það er varla nokkur spurning. Nú hefur Björgvin farið geyst og lofað umbótum í neytendamálum. Gerist eh í því eða er þetta sama klassíska froðusnakkið og venjulega.
Heyrði þátt á útvarpi Sögu í dag þar sem einhver karlmaður talaði digurbarkalega og kunni ég því vel. Hann hafði orð á því hvort að Jóhanna Sigurðardóttir myndi núna leggja fram frumvarp um lágmarkslaun eins og hún hefði gert undanfarin ár þegar hún var í stjórnarandstöðu. Hann hafði efasemdir um það. Það hef ég líka.
Eggert Vébjörnsson 12.11.2007 kl. 22:58
Æðislegar myndir Steini...tær snilld. Takk fyrir mig.
Heiða Þórðar, 14.11.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.