Útrás og Gabbarar

Norðurljós

 

 

 

 

 

 

 

Mynd: Útrás í Norðurljósum. 

 

Útrás er orð sem nú er komið í tísku og er notað tæpitungulaust af milljarðamæringum  sem beita sjónhverfingum og loforð um skyndigróða í 1000 milljarða króna vís og hrifsa með sér miður skynsama stjórnmálamenn.

Þessir gabbarar eru nú að sleikja sárin af  fyrirsjáanlegu tapi í kaupum á Þýskum banka og Amerísku flugfélagi og nemur tapið verkalaunum allra landsmanna til tuga ára.

Það vill svo heppilega til að almenningur tók stjórnina á þessari atburðarás sem stjórnmálamenn höfðu látið blekkja sig út í.

Nú er smá von um að skynsemin sé að ná völdum í Orkuveitumálinu.

Ef þetta ferli hefði fengið að þróast óáreitt hefði fljótlega komið krafa um ríkisábyrgð og þá hefði Þýski bankinn verið notaður til að fjármögnunar til að styrkja verðgildi hans, En íslenskur almenningur hefði síðan þurft að borga brúsan.

En nú er eftir að blogarar komi öllum upplýsingum á framfæri hvaða svindl var í gangi þegar Hitaveita Suðurnesja var afhent þessum göbburum og hverjir voru á bak við það.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Lea Bogadóttir

Lokaverkefnið mitt í Háskólanum var m.a. um útrás !

En rosalega er þetta flott mynd af norðurljósunum... Þú hefðir átt að keyra norður með mér um daginn... ég og dóttir mín neyddumst til  að stoppa nokkrum sinnum eftir að við komum yfir Holtavörðuheiði og vorum lausar við ljósbjarmann úr Reykjavík... Himininn dansaði villtan dans alla leið á Krókinn... Þvílík dýrðarsýn.

Linda Lea Bogadóttir, 7.11.2007 kl. 00:22

2 identicon

Þetta er allt þaulskipulagt en marmiðið er að ná hitaveitum til sín og stórhækka orkuverðið.

Framsókn á stóran hlut en aðrir eru Landsbankinn ( sjálfstæðisflokkurinn) og Jón Ásgeri) samfylking) . Hannes er minniháttar leikmaður .

Pétur Bjarnason 7.11.2007 kl. 09:06

3 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Linda takk fyrir að kíkja og fyrir hrósið á myndinni.

Það skemmtilegast sem ég geri er að fara í ljósmyndaferðir tala nú ekki um norðurljósa leiðangra og hafa meðferðis gott kaffi og hálfa samloku til að snæða út í myrkrinu og kuldanum meðan maður býður eftir að norðurljósin sýni sig, og oft liggur maður bara í snjónum eða fölnuðu grasinu starir upp í stjörnubjartan himininn, skoðar stjörnuhröp og óskar sér skemmtilega hluti við hvert hrap sem maður sér.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 7.11.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband