Tökum ábyrga afstöðu

 Foss

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljósmynd, Náttúruperla  

Það er við hæfi að óska Íslendingum til hamingju með daginn þar sem rafmagnsframleiðsla er hafin við Kárahnjúka .
Jafnframt vill ég þakka þeim mönnum sem gerðu þetta stórvirki mögulegt til framfara fyrir þjóðina, þrátt fyrir mótmæli öfgasamtaka og annarra skúrka.

Nú þarf að setjast niður og gera áætlun um nýtingu orkulinda á landinu og kynna sérstaklega og ákvarða hvað náttúruperlur á að friða, síðan að einhenda sér í að virkja allt sem hægt er að virkja í þessari hreinu og endurnýjanlegri orku okkar.

Bjóða þarf út orkuna á opnum alþjóðamarkaði og selja þeim aðilum sem uppfylla fyrirfram ákveðin skilyrði til uppbyggingar atvinnufyrirtækja hér á landi.

Auka má atvinnutækifæri með þessu víða um landið, auk þess viðheldur ákvörðun sem þessi  góðærinu í landinu.

Tökum ábyrga afstöðu Ísland getur lagt fram hreina og endurnýjanlega  orku til heimsbyggðarinnar.
 

Reyndar hefur Össur Skarphéðinsson Iðnaðarráðherra boðað uppbyggingu Iðnaðar í öðrum löndum.
En slíkt á Iðnaðarráðherra ekki að einu sinni að hugleiða þótt honum finnist það sniðugt þá stundina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband