Rei og kaupéttarkapparnir

 kona

 

 

 

 

 

 

 

 mynd: Fekk þessi kona kaupréttarsamning ?

 

Það er gagnlegt að skoða þátt kaupréttarmanna í þeim harða leik sem háður var þegar þeir fyrir hönd almennings  gerðu samninga við valda auðmenn.

Þeir tryggðu sér þá á sama augnabliki kaupréttarsamninga að andvirði hundruð milljóna króna.

Það má segja að vinstra meginn við þá á borðinu hafi legið kaupréttarsamningur þeim persónulega til handa en hægra meginn hafi verið samningur sem tryggði Hannesi Smárasyni og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni   hundruði milljarða verðmæti .

Bjarni bankastjóri fékk minna eða aðeins nokkra milljarða. Allt stefnir nú í það að hann muni í framtíðinni  snúa sér af meiri krafti að garðrækt og munu þá ,,hjólbörurnar" sem hann fékk að gjöf frá Glitni koma að góðum notum.

Nú spyr ég ólögfróður og vanmegna iðnarmaður. Hvað kallast svona nokkuð á fræðimáli? Eru þarna á ferðinni mútur og ef ekki hvað er þetta þá.?

Hver er þáttur þeirra og ábyrgð  sem hafa frumkvæði að því að opinberir embættismenn auðgast við að stuðla að samningum fyrir hönd opinberra fyrirtækja. Það væri gaman ef einhver snjall bloggari gæti hjálpað mér að skilja þetta allt saman. Ríkislögreglustjóri er líka velkominn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er alveg rétt hjá þér . Við erum alveg furðu lostin 

Eiður Teitssom 2.11.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband