Ég fór inn á bloggið hjá dóttur mini í dag og sá að hún var í þungum þönkum, en fyrir henni vafðist hugtakið ,,hlutlaus"
Ábyrgðin er mikil þessa dagana hjá foreldrum þessa lands og ég setti mig í föðurlegar stellingar og skírði þetta gaumgæfilega út fyrir henni.
Hér að neðan er hennar blog og síðan mínar föðurlegu útskýringar:
Að spila við sig sjálfa/n
fimmtudagurinn 01. nóvember 2007 kl: 08:16
Þegar ég var að keyra í vinnuna í morgun var ég að hlusta á tvo pólitíkusa ræða um samráð verslana varðandi verð í búðum.
Þá fór ég að pæla, hvernig sé hægt að reka mörg fyrirtæki og vera hlutlaus á öllum stöðum.
Í framhaldi af því fór ég að velta fyrir mér að þegar við til dæmis spilum við okkur sjálf, t.d teflum eða önnur spil þar sem við erum að keppa þá er mjög erfitt að vera hlutlaus.
Það er einhvernvegin þannig að maður ákveður að "halda" með öðrum, þó svo að maður sé að tefla fyrir báða og eigi að reyna að láta báða vinna.
Prófið það! Takið fram taflborðið og verið bæði hvíti liturinn og svarti og reynið að vera hlutlaus í bæði skiptin. Það er bara ekki hægt!
Auðvitað er verðsamráð á milli Baugs búða og allt út pælt!
fimmtudagurinn 01 nóvember 2007 kl: 16:07
Nafn: pabbi
Tjáningin: Til að skilja þessa atvinnu lygara og blekkinga meistara þarf maður fyrst að prófa að tefla við sjálfan sig, þá öðlast maður djúpan skilning á stöðunni, ég hef prófað að tefla við sjálfan mig og gerði það í allmörg ár, ég uppgvötaði að ég vann alltaf allar skákirnar, en þetta hefst ekki nema með miklum skilningi á blekkingunni í skákfræðinni, en maður verður náttúrlega að hafa í frammi sjálfsblekkingar.
Þessvegna er galdurinn í raun og veru mjög einfaldur, ef þú gerir þetta nóg og oft þá endar það með því að þú trúir öllu sem þú gerir og segir við sjálfan þig.
Svo er til æðra stig svona hálfgert stórmeistara-blekking, en þá hættir viðkomandi að trúa nokkrum sköpuðum hlut sem hann segir við sjálfan sig og aðra en þá kann viðkomandi ekkert annað en að segja ósatt.
Tilfinningin sem þessir men fá um sjálfan sig er ekkert ósvipað og þeir séu guðir og algerlega ósnertanlegir.
Næst þegar þú færð svona djúpar hugrenningar Sigrún mín þá máttu bara hringja í mig
Þinn pabbi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 1.11.2007 | 16:26 (breytt kl. 22:45) | Facebook
Nýjustu færslur
- 9.9.2011 Jón Gnarr
- 5.9.2011 Kvótakaup Þjóðverja.
- 20.2.2011 "Fúskarar"
- 10.4.2009 Rangt Stöðumat
- 24.2.2009 Byrðar hrunsins
Færsluflokkar
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 799
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er góð pæling hjá henni dóttur þinni... aldrei hefur mér dottið þessi samlíking í hug... Það er ekki hægt að tefla við sjálfan sig án þess að leggja ósjálfrátt meiri metnað og keppni í annan litinn... !
Þegar ég legg kapal (ein í eldhúsinu) þá vinn ég líka alltaf... !
Linda Lea Bogadóttir, 1.11.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.