Útsala Orkuveitunar

Hvað knýr Björn “hinn örugga” dómsmálaráðherra okkar til að ráðst svo gegn samherja sínum eins og hann gerir í bloggi.
Það veit enginn en þetta lyktar af síðbúinni hefnd vegna prófkjörsrauna..
Hvað vill hann gera við orkuveituna? Einkavæða hana á hagstæðum kjörum alla saman eða í pörtum. Hafa hana áfram í opinberi eigu og rifta samningum við “viðskiftajöfrana”
Hvað vill Björn ? Hann vill auðvitað koma orkuveitunni úr opinberi eign á sama hátt og hann vil, einkavæða fangelsin, hvað þá með dómstólana ? má ekki einkavæða þá líka?
Vill hann e.t.v. hafa opið og gagnsætt útboð á þeim hluta orkugeirans sem gæti þolað einkavæðingu ? Alls ekki , þá gætu komið til sögunnar “óæskilegir aðilar”.
Villi siglir krappan sjó og mun væntanleg fá á sig nokkrar ágjafir enn.
Það má vel vera að meirihluti borgarstjórnar muni þegar allt róast, nota atburðarás síðustu daga sem tylliástæðu til að losa sig við orkuveituna á nokkurskonar útsölu, og þá mun almennigur fá að kynnast þreföldun orkuverðs eins og raunin varð um afnotagjöld þegar síminn var seldur í heilu lagi.
Þða má segja um mál borgarstjórans eins og segir í fornsögunum með stílfærslu nokkurri þó.” Ber er hver að baki nema Björn sér eigi “ og gildir þó mestu hvor er, Björn hinn öruggi eða Björn Ingi vonarformaður framsóknar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband