Verkfræðingur hengdur fyrir embættismenn




Ráðherra samgöngumála hafði uppi stór orð í fréttum í dag.
Þar hafði hann uppi dóma um ráðgjöf verkfræðings sem hafði um skamma hríð
gefið vegagerðinni ráð um margumrædda Grímseyjarferju.
Það er alvarlegt mál þegar handhafar valdsins koma fram með þessum hætti og
það má segja að þarna horfi þessi “aðalsmaður nútímans” ekki til meðalhófs eða sanngirni.
Raunar má segja að nú sé ferjan og allt það sem henni tengist orðin að aukaatriði
en starfsferill verkfræðingsins sem varð að engu í þessari opinberu aftöku, er auðvitað meginatriði málsins.
Mönnum verður hugsað til grandvara þingmanna utan stjórnar og innan sérstaklega
þó þeirra sem vilja halda á lofti réttindum einstaklinga,
að þeir gæti virðingar þess kerfis sem við búum við og leiðrétti þessi
fljotfærnislegu orð ráðherrans.



Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband