Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Útsala Orkuveitunar

Hvað knýr Björn “hinn örugga” dómsmálaráðherra okkar til að ráðst svo gegn samherja sínum eins og hann gerir í bloggi.
Það veit enginn en þetta lyktar af síðbúinni hefnd vegna prófkjörsrauna..
Hvað vill hann gera við orkuveituna? Einkavæða hana á hagstæðum kjörum alla saman eða í pörtum. Hafa hana áfram í opinberi eigu og rifta samningum við “viðskiftajöfrana”
Hvað vill Björn ? Hann vill auðvitað koma orkuveitunni úr opinberi eign á sama hátt og hann vil, einkavæða fangelsin, hvað þá með dómstólana ? má ekki einkavæða þá líka?
Vill hann e.t.v. hafa opið og gagnsætt útboð á þeim hluta orkugeirans sem gæti þolað einkavæðingu ? Alls ekki , þá gætu komið til sögunnar “óæskilegir aðilar”.
Villi siglir krappan sjó og mun væntanleg fá á sig nokkrar ágjafir enn.
Það má vel vera að meirihluti borgarstjórnar muni þegar allt róast, nota atburðarás síðustu daga sem tylliástæðu til að losa sig við orkuveituna á nokkurskonar útsölu, og þá mun almennigur fá að kynnast þreföldun orkuverðs eins og raunin varð um afnotagjöld þegar síminn var seldur í heilu lagi.
Þða má segja um mál borgarstjórans eins og segir í fornsögunum með stílfærslu nokkurri þó.” Ber er hver að baki nema Björn sér eigi “ og gildir þó mestu hvor er, Björn hinn öruggi eða Björn Ingi vonarformaður framsóknar.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

"Hleypur svo einn með hærusekk"

Sameining fyrirtækjanna í orkugeiranum og sjálftaka á viðskiptavild þekkingu og ábyrgðum er nú líklega stöðvuð fyrir tilstuðlan árvökulla manna.
Eftir stendur þó að sala hluta Ríkisins í Orkuveitu Suðurnesja svo og sala Grindavíkur á sínum hlut er brot á þeim alþjóðlegu samningum/EES) sem við höfum gert við ríki Evrópu um opin og gegnsæ útboð á slíkum hlutum.
Líklega er þetta einnig brot á íslenskum lögum sem eru í gildi um opinbera geirann og jafnframt vaknar grunur um spillingu.
Er ekki kominn tími til að lögregla lands vors taki að sér önnur verkefni en að taka
Glös af kátum góðborgurum í miðbæ Reykjavíkur eða er málið ef til vill allt of “viðkvæmt?
Um vesalings borgarstjórann okkar má segja eins og góðskáldið Jón Helgason kvað
Um ránið á Reynisstaðarbræðrum

“Hleypur svo einn með hærusekk
hverfur í dimmu gili


Verkfræðingur hengdur fyrir embættismenn




Ráðherra samgöngumála hafði uppi stór orð í fréttum í dag.
Þar hafði hann uppi dóma um ráðgjöf verkfræðings sem hafði um skamma hríð
gefið vegagerðinni ráð um margumrædda Grímseyjarferju.
Það er alvarlegt mál þegar handhafar valdsins koma fram með þessum hætti og
það má segja að þarna horfi þessi “aðalsmaður nútímans” ekki til meðalhófs eða sanngirni.
Raunar má segja að nú sé ferjan og allt það sem henni tengist orðin að aukaatriði
en starfsferill verkfræðingsins sem varð að engu í þessari opinberu aftöku, er auðvitað meginatriði málsins.
Mönnum verður hugsað til grandvara þingmanna utan stjórnar og innan sérstaklega
þó þeirra sem vilja halda á lofti réttindum einstaklinga,
að þeir gæti virðingar þess kerfis sem við búum við og leiðrétti þessi
fljotfærnislegu orð ráðherrans.



« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband