Landráðmenn

2850stStjórnvöld fara nú mikinn gegn almenningi í landinu í þeirri stöðu sem þeir komu okkur í.
Þar ráða ferðinni sérhagsmunir útgerðar eftir botnlausar skuldsettar yfirtökur lána,  ásamt ofsa trúarkenningum í peningamálum.


Vaxtahækkun aðalsmanna landsins er svívirðileg og gerir út um hag fyrirtækja heimila og einstaklinga. Og nú er boðuð skattahækkun. Hinir erlendu gróðapungar sem þvinga fram  5% okurvaxtakröfur meðan t.d seðlabanki BNA hefur 1 % vexti.

Við getum aldei borgað þetta.

Til fólksins í landinu segi ég : mótmælum með öllum ráðum í verki og orðum.
Allsherjarverkfall göngur og mótmæli við álverin  í eigu auðmanna.
Spunameistarar og landráðamenn hafa nógu lengi blekkt okkur.

Ég  vil sérstaklega hvetja alla sem eru óánægðir með stöðu okkar Íslendinga  að mæta í kröfugönguna í dag, það er okkar borgarleg skylda

Aldrei að víkja!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband