Í Gamla Bakaríinu á Ísafirði

 _MG_4634_isa

Seint í haust fórum við pabbi í smá ferðalag Vestur á firði og var margt skoðað þar og ferðin í alla staði skemmtileg.
Einn viðkomustaðurinn var Ísafjörður og veðrið var ekki til að spilla þessum deigi frekar en öllum hinum.

Pabbi vild endilega bjóða mér upp á kaffi í Gamla bakaríinu á Ísafirði enda vorum við orðnir kaffi þyrstir. Ég pantaði mér rúnstykki með kaffinu en Pabbi keypti sér sætabrauð, meðan unga stúlkan afgreiddi okkur hóaði pabbi í konu á hans aldri sem var að vinna bakatil sem reyndist vera eigandi sjopunar.


Fljótlega kom í ljós að þau þektust og fóru að rifja upp gömul kynni sem reyndust vera frá 1947. Mér sýndist koma glampi í augun á þeim báðum og hálfgerður prakkarasvipur leyndi sér ekki, ég læddi mér út í góða veðrið til að drekka kaffið en úti voru þessi fínu borð og stólar.

Ég virkilega naut veðursins og sá þetta myndaefni sem birtist hér.


Ég var búin að bíða lengi þegar Pabbi kom loksins út úr bakaríinu, var hann hálf strákslegur á svipinn eins og hann hafi verið að hnupla snúð.


Þekktirðu konuna spurði ég, jaáaa ja ég meina já sagði hann höktandi. Já mér sýndist það sagði ég, já sagði hann hálf hlæjandi núna og náði valdi á sér, ég var að rifja upp með henni þegar ég varð Íslandsmeistari í bruni hér 1947 ( þá var ég enn í pungnum á þér skaut ég eldsnöggt inn í ) hann hló og hélt áfram með íslandsmeistartillann nei sorrí titilinn. Og svo kom þetta í endann, Steini ég skil ekki hvernig ég varð Íslandsmeistari í bruni því mér fannst ekkert renna hjá mér, var nánast stopp á slettunni. Sjáðu til mikið djöfull hafa hinir þá farið rosa hægt.
Ég gafst upp á að ræða um konuna við hann ,, ! Og við héldum áfram ferðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Ísafjörður er flottur bær.

Sigurjón Þórðarson, 21.12.2008 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband