Notkun piparúða stórhættuleg.!

11217IMG_7269Í mótmælunum við lögreglustöðina nú á laugardag notaði lögreglan piuparúða í lokuðu rými og án þess að veita viðvörun. Engin afgerandi neyð eða lífshætta lögreglu var til staðar við þetta tækifæri eins og síðar kom í ljós.

Bandarískar rannsóknir sýna að piparúði er stórhættulegur og getur valdið blindu og krabbameini mörgum árum síðar. Sérstaklega í lokuðu rými. Nú þegar eru í gangi lögsóknir á hendur lögreglu og fangavörðum sem hafa beitt þessum vopni í Bandaríkjunum. Piparúði hefur valdið 2 gráðu bruna og blindu ásamt heilsufarsvandamálum jafnvel hjá fólki sem er langt frá gasinu.


Þetta leiðir hugan að gasnotkun lögreglu við Rauðavatn . Það var auðvitað jafn óábyrgt.


Það er krafa að lögreglustjórinn og dómsmálaráðherrann segi af sér og að málið verði rannsakað af óháðum aðilum.


Annar glæpur lögreglustjórans var að handtaka mann ólöglega og koma síðan með spuna um lögmæti aðgerða sinna.

Staðhæfingar um að lögregla hafi beitt minnstu valdbeitingu er hlægileg.

Lögreglan má aldrei verða hættulegri en glæpa og afbrotamenn.
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þetta er ruglað lið sem á að segja af sér.

Haraldur Bjarnason, 26.11.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband